Pútín telur eitrunarásakanir tilhæfulausar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:52 Rússlandsforseti segir ekkert til í því að þjóð sín standi á bakvið eiturefnaárásir á breskri grundu. Vísir/getty Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Vladimír Pútín þvertekur fyrir það að yfirvöld í Rússlandi standi á bakvið árásir á fjóra einstaklinga með taugaeitrinu Novichok í Bretlandi. Hann segir ásakanir breskra yfirvalda um að Rússar beri ábyrgð á árásunum með öllu tilhæfulausar. Þetta sagði Pútín í samtali við blaðamann Fox News í gær. Hann sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu óskað eftir því að sjá sönnunargögn en yfirvöld í Bretlandi hafi ekki orðið við þeirri bón. „Það vill enginn kanna þetta,“ sagði Pútín. „Það eina sem fáum eru þessar dularfullu ásakanir, af hverju þarf þetta að vera svona? Af hverju þarf að grafa undan sambandi okkar [Bretlands og Rússlands] með þessu máli?“ bætti forsetinn við.Sjá einnig: Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslinguUm er að ræða tvær árásir. Annars vegar á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans Júlíu sem komust bæði lífs af eftir árás með eitrinu í mars. Hins vegar var um að ræða parið Charlie Rowley og Dawn Sturgess sem komust í snertingu við eitrið í lok júní, en Sturgess lést viku síðar. Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrið sem notað var í árásunum tveimur hafi komið úr sömu löguninni. Rowley liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi en bróðir hans greindi frá því í samtali við breska miðla að hann hafi veikst eftir að hafa tekið upp ilmvatnsflösku. „Hvernig flaska var þetta? Hvert var efnasambandið í henni? Hver er með hana?“ spurði Pútín í viðtalinu í gærkvöldi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25 Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00 Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Tvennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við sama taugaeitrið sem notað var gegn Skrípal-feðginunum í mars. 5. júlí 2018 10:25
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Sökudólgar enn ófundnir Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi. 12. júlí 2018 06:00
Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu "Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu.“ 16. júlí 2018 23:11