Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 23:11 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00