Umboðsmaðurinn Mino Raiola á að hafa boðið Barcelona að kaupa franska miðjumanninn Paul Pogba frá Manchester United. Spænski miðillinn Mundo Deportivo greindi frá þessu í dag.
Raiola er sagður hafa gert forráðamönnum Barcelona grein fyrir því að Pogba sé óhamingjusamur í Manchester og vilji komast frá félaginu. Pogba er samningsbundinn United til 2021.
Í vetur var mikið rætt um Pogba og möguleg vistaskipti hans þar sem talið var að hann ætti í deilum við knattspyrnustjórann Manchester United.
Það er þó ekki lengra síðan en í mars að Raiola gaf sjálfur út að allar sögusagnir um ósætti á milli Pogba og Mourinho væru ósannar. Í apríl bárust hins vegar fréttir af því að Raiola hafi boðið Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, að kaupa Pogba í janúar.
Hvort einhver fótur sé fyrir þessum sögusögnum er hins vegar óljóst, Pogba er sjálfur upptekinn um þessar mundir, hann er á HM í Rússlandi með franska landsliðinu sem spilar til úrslita á mótinu á morgun. Þá er Raiola nokkuð umdeildur í fótboltaheiminum.
Er Raiola að bjóða félögum að kaupa Pogba?

Tengdar fréttir

Raiola: Zlatan hótaði að fótbrjóta mig
Það var nóg að gera hjá stjörnuumboðsmanninum Mino Raiola í sumar.

United er búið að hengja verðmiða á Paul Pogba sem gæti farið í sumar
Franski miðjumaðurinn mun kosta sitt en United virðist alltaf vera líklegra til að losa sig við hann.

Pogba boðinn til PSG og United sagt tilbúið að selja en hann vill ekki fara
Paul Pogba vill ekki yfirgefa Manchester United öðru sinni.

United fékk Pogba á tombóluverði að mati umbans
Paul Pogba hefði átt að kosta Manchester United tvöfalt það sem það greiddi fyrir hann.