Tólf Rússar ákærðir vegna Mueller-rannsóknarinnar Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 18:43 Rod Rosenstein tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í Washington í dag. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26