Stormy Daniels handtekin Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:16 Stormy Daniels lögsótti Bandaríkjaforseta vegna þagnarsamkomulags sem þau gerðu með sér árið 2016. Forsetinn undirritaði hins vegar aldrei samkomulagið og því telur Daniels það vera ógilt. Vísir/getty Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. Hann telur að pólitískir hvatar búi að baki handtökunni en Daniels hefur reynst Bandaríkjaforseta óþægur ljár í þúfu síðustu mánuði. Lögmaðurinn greindi frá handtökunni á Twitter-síðu sinni í nótt. Avenatti segir að leikkonunni hafi verið gefið að sök að leyfa gestum nektardansstaðarins að snerta sig meðan hún dansaði fyrir þá. Það stríðir hins vegar gegn lögum Ohio-ríkis. Avenatti segir að Daniels hafi verið leidd í gildru, málið lykti af örvæntingu og pólitískum hvötum. „Við munum berjast gegn öllum fáránlegum kærum,“ skrifar Avenatti.Just rcvd word that my client @StormyDaniels was arrested in Columbus Ohio whole performing the same act she has performed across the nation at nearly a hundred strip clubs. This was a setup & politically motivated. It reeks of desperation. We will fight all bogus charges. #Basta— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) July 12, 2018 Stormy Daniels segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, árið 2006. Trump hefur ætíð neitað fyrir sambandið. Hann greiddi henni engu að síður 130 þúsund dali árið 2016, skömmu fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Daniels segir að með greiðslunni hafi hann reynt að kaupa þögn hennar um sambandið, enda kynni það að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Daniels var að dansa á staðnum Siren í borginni Columbus í gærkvöldi þegar hún var snert á „ókynferðislegan hátt,“ eins og Avenatti orðar það í samtali við fréttastofu AP. Lög í Ohio banna hverjum þeim sem er ekki náinn fjölskyldumeðlimur að snerta léttklædda eða nakta dansara. Daniels var handtekin að dansinum loknum og flutt á lögreglustöð. Búist er við því að hún verði kærð fyrir blygðunarsemisbrot og verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Avenatti er æfur. „Hún var leidd í gildru. Það er fáránlegt að takmörkuðum fjármunum lögreglunnar sé varið í það að sitja um áhorfendur sem gætu snert dansara á ókynferðislegan hátt,“ er haft eftir Avenatti. Lögreglan í Columbus hefur ekki enn tjáð sig um málið. Lögsókn Daniels gegn Bandaríkjaforseta og fyrrverandi lögmanni hans, Michael Cohen, er enn til meðferðar fyrir bandarískum dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47 Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Sannfærður um að Trump segi af sér Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. 7. maí 2018 07:47
Íhugar framboð gegn Trump Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020. 5. júlí 2018 07:59
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila