Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2018 19:00 Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu ætlar að hefja rannsókn á framsetningu lífeyrissjóða á markaðssefni. Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum