Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Bresk stjórnvöld undirbúa sig undir það að yfirgefa Evrópusambandið án þess að náðst hafi samningur milli deilenda. VÍSIR/AFP Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21