Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:37 Michael Cohen var náinn samstarfsmaður Donald Trump til margra ára. Hann virðist ætla að verða forsetanum óþægur ljár í þúfu. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34