Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Libra selur hugbúnað sinn til fjármálafyrirtækja á Íslandi og hefur náð mjög stórri markaðshlutdeild. Vísir/Getty Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfaumsýslu annars vegar og lánaumsýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Fréttablaðið.Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigneda Libra.AðsendSögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn innan fyrirtækisins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Software til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árunum 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagnaður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 prósenta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður.Björn Hólmþórsson, einn stofnefnda Five Degrees.aðsendÆtluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvudeildar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Martijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evrópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrirtæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Viðskipti Hollenska fyrirtækið Five Degrees, sem er að hluta til í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans í Lúxemborg og Hollandi, hefur keypt allt hlutaféð í íslenska fjártæknifyrirtækinu Libra. Kaupverðið hleypur á nokkur hundruð milljónum króna, að sögn kaupandans „Í meginatriðum höfum við verið að búa til hugbúnað fyrir verðbréfaumsýslu annars vegar og lánaumsýslu hins vegar,“ segir Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Libra, í samtali við Fréttablaðið.Þórður Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigneda Libra.AðsendSögu félagsins má rekja aftur til ársins 1996 þegar hafin var vinna við þróun hugbúnaðar fyrir fjármálamarkaðinn innan fyrirtækisins Tölvumynda sem síðar varð TM Software. Stofnað var dótturfélag utan um hugbúnaðarþróunina árið 2001 sem fékk heitið Libra. Í janúar 2006 var Libra selt út úr TM Software til Nasdaq OMX sem aftur seldi félagið árið 2009 til Þórðar, fjárfesta og starfsfólks. „Libra hefur ekki verið áberandi fyrirtæki í gegnum árin, og hefur okkur liðið ágætlega með það. Við störfum á afmörkuðum markaði á Íslandi og erum vel þekkt á meðal fjármálafyrirtækja,“ segir Þórður. Libra velti 497 milljónum á árunum 2017 sem var átta prósentum meiri velta en árið á undan. Hagnaður félagsins nam 15 milljónum króna samanborið við 51 milljón árið 2016. Þórður segir að kaupverðið hafi verið greitt í reiðufé. Eigendur og starfsfólk Libra eignist þannig engan hlut í sameinuðu fyrirtæki Libra og Five Degrees. Þórður átti 67 prósenta hlut í Libra fyrir samrunann á móti 15 öðrum hluthöfum sem áttu allir minna en 10 prósenta hlut. „Við höfum undanfarin misseri leitað vaxtarleiða til að styðja enn betur við viðskiptavini okkar og íslenskan fjármálamarkað,“ segir Þórður.Björn Hólmþórsson, einn stofnefnda Five Degrees.aðsendÆtluðu að stofna banka Five Degrees sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Björn Hólmþórsson er einn af stofnendum Five Degrees en hann var áður yfirmaður tölvudeildar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Hann stofnaði Five Degrees árið 2009 ásamt tveimur öðrum meðstofnendum, þar á meðal Martijn Hohmann sem hafði umsjón með rekstri IceSave í Hollandi. „Eftir fjármálahrunið ætluðum við upphaflega að stofna banka en það gekk ekki eftir enda var ekki verið að gefa út bankaleyfi í Evrópu á þessum tíma,“ segir Björn. Þá sneru stofnendurnir sér að því að þróa hugbúnað fyrir fjármálafyrirtæki og lönduðu fljótlega samningi við nýjan banka sem hollenska tryggingafyrirtækið Aegon hafði komið á laggirnar. Réðu hönnuði IceSave Ráðnir voru fimm fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg sem höfðu komið að því að hanna og þróa netbankalausnir á borð við IceSave. Five Degrees keypti síðan tölvukerfi af þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og hefur vaxið hratt á síðustu árum. Velta fyrirtækisins nam meira en 12 milljónum evra, jafngildi 1,7 milljarða króna, á síðasta ári. Björn segist ánægður með kaupin á Libra enda ætli Five Degrees að ná leiðandi stöðu á markaði stafrænnar bankaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir kaupverðið trúnaðarmál en staðfestir að það hlaupi á nokkrum milljónum evra, eða sem nemur nokkur hundruð milljónum króna. thorsteinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira