Innlent

Suðurlandsvegur austan við Hveragerði opinn að nýju

Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Vegurinn verður lokaður um óákveðinn tíma.
Vegurinn verður lokaður um óákveðinn tíma. Aðsend
Suðurlandsvegur rétt austan við Hveragerði hefur verið opnaður að nýju. Veginum var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Níu slösuðust í slysinu, allir minniháttar.

Slysið varð með þeim hætti að þrír bílar rákust saman. Hinir slösuðu voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Landspítalann í Fossvogi ýmist til skoðunar eða aðhlynningar. Þetta sagði Pétur Pétursson hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Enginn virtist alvarlega slasaður, að sögn Péturs. Aðspurður sagði Pétur að áreksturinn hafi verið nokkuð harður og bílarnir illa farnir. Olía lak frá einum þeirra sem þurfti að hreinsa upp.

Pétur var staddur á vettvangi slyssins þegar fréttastofa náði tali af honum. Heilmikil röð af bílum myndaðist við slysstað í kjölfar slyssins og var umferð beint um hringtorg við Hveragerði og niður í Ölfus á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Umferð var hleypt um Suðurlandsveg austan við Hveragerði að nýju á sjötta tímanum.

Allt tilækt lið sjúkraflutningamanna á Selfossi var sent á vettvang umferðarslyssins auk þess sem sjúkraflutningamenn á frívakt voru kallaðir út.

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×