„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Vísir/Bjarni Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu. Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Haraldur Þorleifsson er einn þeirra sem bíður eftir lögbundinni NPA-þjónustu hjá borginni. Hann segist hafa lent víða á vegg þegar hann reyndi að afla upplýsinga um ferlið í sumar, og íhugaði meðal annars að höfða mál. „Þegar sveitarfélögin hafa hins vegar fengið á sig mál þá hafa þau oft sett fólkið fram fyrir röð og þannig eyðilagt málið. Það sem við vorum að skoða var hvort að það væri hægt að fara í hópmálsókn og þannig fara fram hjá því að þau geti svindlað á kerfinu með því að úthluta eitt og sér,“ segir Haraldur. Eftir nánari skoðun varð þó ekki af málsókn. „Ég skoðaði þetta mál og þau benda á hvort annað, sveitarfélögin og ríkið. Ég held að það hljóti að vera þannig að ríkið beri ábyrgð á málinu. Þannig að það er svolítið snúið finnst mér að fara í mál við sveitarfélögin af því að þau eru ekki með full fjármagnaðan málaflokk,“ segir Haraldur. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að Guðmundi Ingi Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Ráðherrann sem ber ábyrgð á málinu verður að byrja á því að kynna sér málið. Ef að hann spilar sig stikkfrían, þá mun þetta aldrei leysast,“ segir Haraldur. Fjórðungs framlag frá ríkinu dugi ekki til Félagsmálaráðherra er staddur erlendis og gat ekki veitt viðtal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu kemur hins vegar fram, að ríkið fjármagni 25% kostnaðar á móti 75% sveitarfélaga vegna allt að 172 NPA-samninga á þessu ári. Allar umsóknir um viðbótarframlag frá ríkinu sem borist hafi frá sveitarfélögum hafi verið samþykktar. Nú séu 128 slíkir samningar í gildi, og má þannig gera ráð fyrir að ríkið gæti tekið þátt í að fjármagna 44 samninga til viðbótar. Ekki hafa þó borist fleiri umsóknir það sem af er ári samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins. Meðalupphæð vegna hvers samnings nemur alls 42,6 milljónum króna. Haraldur vill þó meina að 25% fjármagn frá ríkinu sé langt frá því að vera nóg til þess að unnt sé fjármagna þessa þjónustu með fullnægjandi hætti. „Ríkið er búið að setja sveitarfélögin í rosalega erfiða stöðu. Ekki að ég sé að klippa sveitarfélögin úr snúrunni alveg, 25% fjármögnun frá ríkinu er bara alls ekki nóg,“ segir Haraldur. Kerfið sé að bregðast og skapi stærri vandamál Þá geti biðin eftir NPA-þjónustu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. „Biðin hefur verið svona fjögur til fimm ár. Og fólk eins og gefur að skilja, fólk sem er mjög veikt, er að deyja á biðlistum,“ segir Haraldur. Þá séu dæmi um að aðstandendur sem sinnt hafa sjálfir fötluðum ástvinum hafi sjálfir lent á örorku. „Aðstandendur fólks sem þarf á aðstoð að halda hefur verið sett í þá stöðu að þurfa að fórna sínu lífi algjörlega í að sinna kannski sjúklingum mjög mikið. Og það hefur síðan aftur orðið til þess að aðstandendur hafa orðið öryrkjar sjálfir. Þannig að þetta kerfi er að búa til stærri og stærri vandamál, og er algjörlega bregðast fólkinu. Ekki bara þeim sem þurfa á því að halda heldur líka öllum sem eru í kringum þau.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira