Ryan telur Trump vera að „trolla“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og „tröll“, samkvæmt Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira