Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2018 17:58 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira