Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. vísir/jón sigurður „Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur. Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur.
Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30