Ljósmæður farnar að snúa til baka til starfa á Landspítala Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Ingibjörg Hreiðarsdóttir, ein af yfirljósmæðrum í fæðingarþjónustu, að störfum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
„Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19