Ljósmæður farnar að snúa til baka til starfa á Landspítala Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Ingibjörg Hreiðarsdóttir, ein af yfirljósmæðrum í fæðingarþjónustu, að störfum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
„Helgin var erfið en þetta er hægt og rólega að komast í samt lag,“ segir Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu á Landspítalanum. Hún segir að þær ljósmæður sem létu af störfum 1. júlí séu byrjaðar að skila sér til baka. „Einhverjar þeirra hafa sótt um aftur og meðal annars eru fimm umsóknir á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þá eru einhverjar búnar að ráða sig til okkar tímabundið.“ Spítalinn hefur heimild til að ráða inn tímabundið eða á tímavinnusamningum til að brúa bilið við svona aðstæður. Að sögn Ingibjargar er aðgerðaáætlunin sem sett var upp í byrjun mánaðarins enn í gildi. „Það er misjafnt hversu ítarlega við þurfum að fylgja henni. Við tökum þetta enn bara einn dag í einu. Við erum samt bjartsýn á að þessi vika verði betri en síðasta.“ Ingibjörg segir það hjálpa til að um síðastliðna helgi hafi verið skipt út fólki í sumarleyfum. Þannig hafi starfsmenn komið til baka úr sumarleyfum og aðrir hafið sín leyfi. Það hljóti að hjálpa til á næstunni þar sem mikið álag hafi verið á starfsmönnum undanfarið og mikillar þreytu farið að gæta hjá ljósmæðrum.Sjá einnig: Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka „Eins og staðan er núna þurfum við ekki að senda konur á aðrar heilbrigðisstofnanir en sá möguleiki er enn fyrir hendi verði þörf á því. Samstarfið hefur verið mjög farsælt og í raun farið fram úr björtustu vonum enda hefur þetta ástand verið erfitt fyrir alla.“Ríkissáttasemjari skipaði í gær þriggja manna gerðardóm í deilu Ljósmæðrafélagsins og ríkisins. Dóminn skipa þau Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, sem er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri á Landspítala. Skipun gerðardómsins var hluti miðlunartillögu sem ljósmæður samþykktu með miklum meirihluta í síðustu viku. Gerðardómi er ætlað að meta hvort launasetning ljósmæðra sé í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins. Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara segir að gerðardómur skuli hafa til hliðsjónar við ákvörðun sína kjör og launaþróun þeirra hópa sem sinni sambærilegum störfum og hafi sambærilega menntun, vinnutíma og ábyrgð. Niðurstaða gerðardóms á að liggja fyrir í síðasta lagi 1. september næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39 Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka Alls hafa átta ljósmæður dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum en alls höfðu 34 ljósmæður sagt upp á spítalanum á meðan á kjaradeilu þeirra við ríkið stóð. 26. júlí 2018 15:39
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Ríkissáttasemjari skipar gerðardóm í ljósmæðradeilu Gerðardómurinn er skipaður á grundvelli miðlunartillögu sáttasemjara sem samþykkt var af samningsaðilum. 30. júlí 2018 11:19