Með reiða ferðalanga á línunni daga og nætur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Ása Karen Baldursdóttir svaraði ferðamönnum í fyrstu og leiðbeindi þeim. En hætti því svo. Ónæðið segir hún hafi hreinlega verið orðið of mikið. Fréttablaðið/þórsteinn Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28