Spyr sig á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2018 14:45 Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður í málinu. Vísir „Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
„Hann er mjög sérstakur,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður um sýknudóminn yfir stuðningsfulltrúanum sem var sakaður um brot gegn fjórum börnum. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði manninn í morgun en Sævar var réttargæslumaður tveggja brotaþola í málinu. Sævar segir dómarann í málinu hafi metið vitnisburð annars af brotaþolunum sem Sævar sinnti réttargæslu fyrir í málinu trúverðugan en engu að síður var maðurinn sýknaður.Segir dómarann hafa talið fjölskyduna hafa tíma til að sammælast Segir Sævar að dómarinn í málinu telja að fjölskylda umbjóðanda hans hafi haft tíma til að sammælast um atburði. „Málið kemur upp þegar umbjóðandi minn er mjög ungur. Það líða þarna einhver ár frá því málið kemst upp innan fjölskyldunnar og þangað til er ákært. Dómarinn leiðir að því líkum að þau hafi haft þann tíma til að ræða málin sín og milli og dregur einhverjar ályktanir um að þau hafi geta sammælst um hlutina, en samt sem áður er framburður umbjóðanda míns metinn trúverðugur,“ segir Sævar.Spyr sig á hvað leið kynferðisbrotamál eru í dag Hann segist eiga erfitt með að skilja þessa niðurstöðu dómarans. Hann veltir fyrir sér á hvaða leið kynferðisbrotamál eru innan réttarkerfisins í dag. „Eðli málsins samkvæmt eru þessi mál þannig að það er bara fórnarlambið og gerandinn til frásagnar um það sem hefur gerst,“ segir Sævar. „Svo er það dómarans að meta hvort hann telji vitnisburðinn trúverðugan. Vitnisburður umbjóðanda míns er metinn trúverðugur en ekki nægjanlegur til sakfellingar. Þá er spurningin hvað atriði það eru sem eiga að vega þyngst til sönnunar,“ segir Sævar. Hann segir að í sakamálum sé orð gegn orði aldrei talið nægilegt til sakfellingar en kynferðisbrotamál séu sérstök þar sem oftast liggur aðeins til grundvallar frásögn þolanda og geranda.Fyrr í mánuðinum var karlmaður sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur taldi vitnisburð barnabarnsins trúverðugan en vitnisburð karlmannsins ótrúverðugan. Ástæðan fyrir því að karlmaðurinn var sýknaður var sú að trúverðugur framburður barnabarnsins fékk ekki næga stoð í gögnum málsins.Fjöldi gagna lagður fram og vitni kölluð til Sævar tekur fram að í málinu gegn stuðningsfulltrúanum hafi fjöldi gagna og skýrslna verið lagður fram og vitni kölluð til. Þá voru þrír aðrir brotaþolar í málinu og Sævar segir að miðað við niðurstöðu dómsins þá sé framburður þeirra ekki metinn þess eðlis að það sé hægt að sakfella stuðningsfulltrúann. Spurður hvort hann telji líkur á að dóminum verði áfrýjað segist Sævar telja telja líkur á því miðað við alvarleika og umfang málsins. „Ef það er horft til fjölda ákæruatriða og að þetta er ekki fjölskipaður dómur, þá tel ég eðlilegast að það verði látið reyna á málið fyrir æðra dómstigi. Þó ég geti ekki fullyrt um það þá tel ég að það hljóti að vera líkur á því,“ segir Sævar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stuðningsfulltrúinn sýknaður Dómur féll í máli hans í morgun. 30. júlí 2018 10:40 Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Sjá meira
Ákvörðun um áfrýjun liggur ekki fyrir í máli stuðningsfulltrúans Maðurinn var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. 30. júlí 2018 11:39