Hið stjórnlausa kerfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 30. júlí 2018 09:45 Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Skipulagsslys er orð sem iðulega er notað til að lýsa því þegar ráðist hefur verið í framkvæmdir sem reynast það gallaðar að augljóslega hefði mátt gera betur og forðast tjónið sem af hlaust. Sjaldnast er orðið þó réttnefni því slys eru ekki skipulögð, þau gerast óvart. Skipulagsslysin eru hins vegar áformuð, undirbúin og jafnvel þvinguð í gegn þrátt fyrir andstöðu og ótal varnaðarorð. Ef skynsemi réði för gæti svo ótal margt verið betra í samfélaginu, hlutir sem hafa veruleg áhrif á umhverfi og lífsgæði landsmanna. Hvernig stendur á því að aftur og aftur virðist engu máli skipta hversu augljósir gallarnir eru, áfram er unnið að skipulagsmistökum eða því að viðhalda meingölluðu fyrirkomulagi? Ekki bara í hinum eiginlegu skipulagsmálum heldur á ótal sviðum stjórnmálanna. Hvernig stendur á því að áfram er unnið að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þrátt fyrir að engin af forsendum ákvörðunarinnar eigi lengur við og bent hafi verið á ótal kosti þess að byggja á nýjum stað Hvernig stendur á því að áfram er unnið að því að rústa því litla svæði sem talist gat „gamli bærinn“ í höfuðborg Íslands og byggja þar risavaxna kassa sem ættu betur heima alls staðar annars staðar? Hvernig stendur á því að stjórnvöld nýta ekki einstakt tækifæri til að endurskipuleggja fjármálakerfi landsins svo það geti virkað í þágu almennings og fyrirtækja á Íslandi? Meginþorri almennings gerir sér grein fyrir að það væri hægt að gera miklu betur á öllum þessum sviðum og ótalmörgum öðrum. Hvers vegna ræður ekki vilji almennings? Hvers vegna virkar lýðræðið ekki? Ástæðan er sú að það skortir pólitíska forystu. Of margir stjórnmálamenn veigra sér við að stjórna. Í stað þess að framkvæma lausnir í samræmi við vilja kjósenda er „kerfinu“ eftirlátið að stjórna sér sjálft og gera hlutina áfram eins. Kerfið er sjaldnast hrifið af breytingum. Það er í eðli þess að halda áfram á sömu braut. Það væri hægt að breyta ótrúlega mörgum hlutum til hins betra ef hinn skynsami meirihluti fengi að ráða (þ.e. lýðræðið). Til þess þurfa stjórnmálamenn bara að þora að taka ákvarðanir og stjórna.Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar