Meta þarf flóðahættu eftir hvert hlaup í framtíðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:30 Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06
Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30
Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13