Sameinað sveitarfélag mun ekki heita Heiðarbyggð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 15:27 Nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis verður ekki valið fyrr en eftir nokkrar vikur vegna dræmrar þátttöku í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stefán Karl/Ólafur Þór Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis mun ekki bera nafnið Heiðarbyggð því bæjarstjórnin ákvað á síðasta bæjarstjórnarfundi, fyrir rúmri viku, að fara ekki eftir niðurstöðum leiðbeinandi atkvæðagreiðslu, sem haldin var á vormánuðum, um nafn á sameinuðu sveitarfélagi vegna dræmrar þátttöku. Sveitarfélagið skipaði nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sveitarfélagið og var óskað eftir tillögum að nýju nafni sem voru bornar undir Örnefnanefnd. Þau nöfn sem hlutu jákvæða umsögn frá Örnefnanefnd fóru í atkvæðagreiðslu. Íbúar kusu á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar.Ekki nægilega mörg atkvæði á bak við nafnið Heiðarbyggð Af 2.692 íbúum sem voru á kjörskrá voru aðeins 500 sem nýttu atkvæðarétt sinn og af þeim 500 voru 224 sem skiluðu auðu. Nafnið Heiðarbyggð var hlutskarpast og hafði 176 atkvæði á bak við sig en 100 vildu nafnið Suðurbyggð fyrir sveitarfélagið. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við fréttastofu að ástæðurnar fyrir því að bæjarstjórnin ákvað að fara ekki eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar væru dræm þátttaka, fjöldi þeirra sem skiluðu auðu og almenn óánægja með nafnið innan sveitarfélagsins. „Við litum þannig á að þátttakan í kosningunni hafi verið það lítil og í rauninni fá atkvæði á bak við það nafn fyrir utan að það var í rauninni ekki sátt í samfélaginu með nafnið, við fundum alveg fyrir því. Ákvörðun var tekin að fara ekki eftir þessari niðurstöðu, endurskoða ferlið og sjá hvernig við gætum náð lendingu í þessu,“ segir Ólafur. Ekki búið að taka ákvörðun um aðferð Aðspurður hvort blásið verði til nýrrar atkvæðagreiðslu svarar Ólafur því til að það væri ekki búið að taka neina ákvörðun um aðferð en segir þó að það væri ákjósanlegt að íbúar hefðu aðkomu að ákvörðuninni. „Það sjónarmið er mjög sterkt að íbúar eigi með einum eða öðrum hætti aðkomu að því hvernig nafn á nýtt sveitarfélag er valið. Þessi lélega þátttaka síðast var ekki út af áhugaleysi heldur vegna þess að fólki hafi ekki litist vel á þá valkosti sem voru í boði.“ Margir vilji nafn sem tengist Suðurnesjum Ólafur segir að fjölmargir íbúar væru hrifnir af nafni sem tengdist Suðurnesjunum með einhverjum hætti en bætir við að Örnefnanefnd sé ekki sama sinnis. „Það setur okkur í smá klípu“. Hann segir að bæjarstjórnin sé ekki búin að taka ákvörðun um að velja sjálf nafnið þó hún hafi vissulega vald til þess. Ráðherra sveitarstjórnarmála þurfi þó að staðfesta nafnið til að það sé tekið gilt. Það eina sem sé búið að ákveða sé fresta ákvörðuninni um nokkrar vikur og endurhugsa hvernig verkefnið verði nálgast. Að velja nafn á nýtt sveitarfélag er aðeins eitt verkefni af mörgum sem ný bæjarstjórn þarf að takast á við í sameiningu tveggja stjórnsýslueininga. Það sem sé öllu stærra verkefni er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Kosningar 2018 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00 Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis mun ekki bera nafnið Heiðarbyggð því bæjarstjórnin ákvað á síðasta bæjarstjórnarfundi, fyrir rúmri viku, að fara ekki eftir niðurstöðum leiðbeinandi atkvæðagreiðslu, sem haldin var á vormánuðum, um nafn á sameinuðu sveitarfélagi vegna dræmrar þátttöku. Sveitarfélagið skipaði nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sveitarfélagið og var óskað eftir tillögum að nýju nafni sem voru bornar undir Örnefnanefnd. Þau nöfn sem hlutu jákvæða umsögn frá Örnefnanefnd fóru í atkvæðagreiðslu. Íbúar kusu á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar.Ekki nægilega mörg atkvæði á bak við nafnið Heiðarbyggð Af 2.692 íbúum sem voru á kjörskrá voru aðeins 500 sem nýttu atkvæðarétt sinn og af þeim 500 voru 224 sem skiluðu auðu. Nafnið Heiðarbyggð var hlutskarpast og hafði 176 atkvæði á bak við sig en 100 vildu nafnið Suðurbyggð fyrir sveitarfélagið. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við fréttastofu að ástæðurnar fyrir því að bæjarstjórnin ákvað að fara ekki eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar væru dræm þátttaka, fjöldi þeirra sem skiluðu auðu og almenn óánægja með nafnið innan sveitarfélagsins. „Við litum þannig á að þátttakan í kosningunni hafi verið það lítil og í rauninni fá atkvæði á bak við það nafn fyrir utan að það var í rauninni ekki sátt í samfélaginu með nafnið, við fundum alveg fyrir því. Ákvörðun var tekin að fara ekki eftir þessari niðurstöðu, endurskoða ferlið og sjá hvernig við gætum náð lendingu í þessu,“ segir Ólafur. Ekki búið að taka ákvörðun um aðferð Aðspurður hvort blásið verði til nýrrar atkvæðagreiðslu svarar Ólafur því til að það væri ekki búið að taka neina ákvörðun um aðferð en segir þó að það væri ákjósanlegt að íbúar hefðu aðkomu að ákvörðuninni. „Það sjónarmið er mjög sterkt að íbúar eigi með einum eða öðrum hætti aðkomu að því hvernig nafn á nýtt sveitarfélag er valið. Þessi lélega þátttaka síðast var ekki út af áhugaleysi heldur vegna þess að fólki hafi ekki litist vel á þá valkosti sem voru í boði.“ Margir vilji nafn sem tengist Suðurnesjum Ólafur segir að fjölmargir íbúar væru hrifnir af nafni sem tengdist Suðurnesjunum með einhverjum hætti en bætir við að Örnefnanefnd sé ekki sama sinnis. „Það setur okkur í smá klípu“. Hann segir að bæjarstjórnin sé ekki búin að taka ákvörðun um að velja sjálf nafnið þó hún hafi vissulega vald til þess. Ráðherra sveitarstjórnarmála þurfi þó að staðfesta nafnið til að það sé tekið gilt. Það eina sem sé búið að ákveða sé fresta ákvörðuninni um nokkrar vikur og endurhugsa hvernig verkefnið verði nálgast. Að velja nafn á nýtt sveitarfélag er aðeins eitt verkefni af mörgum sem ný bæjarstjórn þarf að takast á við í sameiningu tveggja stjórnsýslueininga. Það sem sé öllu stærra verkefni er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum.
Kosningar 2018 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00 Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00
Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03