Rússar leita samstarfs við Bandaríkjastjórn um endurreisn Sýrlands Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 20:37 Rússar segja að Sýrlandsstjórn hafi ekki næga sjóði, tæki og eldsneyti til að byggja upp landið aftur og taka við fólki sem hefur flúið land vegna stríðsins. Vísir/EPA Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Sýrland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Sýrland Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira