Vöruskiptajöfnuður á fyrri hluta ársins var neikvæður um 83,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. Alls voru fluttar inn vörur fyrir rúma 370 milljarða en útflutningur nam tæpum 287 milljörðum.
Iðnaðarvörur voru stærsti hluti verðmætis útflutningsvara eða 53,6 prósent, hlutdeild sjávarafurða var 40,2 prósent og landbúnaðarvara 3,6 prósent.
Á sama tímabili í fyrra var vöruskiptajöfnuður neikvæður um rúma 86 milljarða.
Vöruskipti neikvæð um 83 milljarða króna
