Hljóðmaður Guns N' Roses endaði óvænt á Bræðslunni Benedikt Bóas skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Atómstöðin rétt fyrir gigg á Bræðslunni ásamt Leon Fink hljóðmeistara lengst til hægri. Mynd/ Heiða Aðalsteinsdóttir Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Hann var ráðinn um miðja nótt á öldurhúsi í höfuðborginni með nokkurra daga fyrirvara til að hljóðblanda hljómsveitina Atómstöðina og fékk greitt í ókeypis gistingu í firðinum,“ segir Óli Rúnar Jónsson, gítarleikari Atómstöðvarinnar en hljómsveitin naut góðs af kunnáttu sjálfs Leons Fink, eins af hljóðmönnum Guns N' Roses. Atómstöðin var með tónleika á Gauknum, daginn eftir risatónleika Guns N' Roses, ásamt hljómsveitinni Big Mint. Meðal tónleikagesta voru þrjú sem tengdust tónleikum Guns N' Roses: Umræddur Leon ásamt Maron Stills ljósmyndara og svokölluðum „tour manager“ hljómsveitarinnar Tyler Bryant and the Shakedown, sem sá um upphitun fyrir Guns N' Roses.Atómstöðin að spila á umræddum tónleikum á Gauknum. Mynd/Maron Stills„Þau komu svo til okkar eftir tónleikana, kynntu sig og sögðust hæstánægð með kvöldið. Síðar um nóttina bauðst Leon til að koma austur og mixa okkur á Bræðslunni sem var helgina eftir. Hann var þá nýbúinn að framlengja dvöl sína hérlendis í ljósi þess að þetta voru síðustu tónleikar Guns N' Roses í túrnum og fannst honum spennandi tilhugsun að skoða Ísland betur,“ segir Óli Rúnar. Leon ætlaði að leigja sér bílaleigubíl og hitta hljómsveitina á Borgarfirði. „Okkur fannst þetta öllum mjög skemmtileg hugmynd einhvern tímann eftir miðnætti á Gauknum en áttum ekki endilega von á því að heyra frá þessum manni aftur.Axl Rose var í hörkuformi á Laugardalsvellinum. Fréttablaðið/ÞórsteinnHins vegar lét hann í sér heyra strax daginn eftir og tilkynnti okkur að hann væri kominn með bíl og að leggja í hann austur. Úr varð að hann hljóðblandaði okkur á tónleikunum og fékk greitt í ókeypis gistingu hjá Vidda á gistiheimilinu í Álfheimum – sem hefur sennilega verið smá afsláttur frá vinnu hans við einn tekjuhæsta tónleikatúr sögunnar hjá Guns N' Roses,“ segir Óli. Atómstöðin mun leika á Menningarnæturtónleikum Dillon á laugardaginn ásamt 10 öðrum tónlistaratriðum. Meðal listamanna sem koma fram eru Högni Egilsson, Bjartmar Guðlaugsson, Blaz Roca og fleiri og fara tónleikarnir fram í bakgarði Dillon á Laugavegi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Borgarfjörður eystri er staðurinn til að vera á helgina fyrir Verslunarmannahelgi en þá fer Bræðslan fram. 1. ágúst 2018 09:00