Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, segir að félagið hafi tekið ákveðna hættu þegar það gekk frá samningum við miðvörðinn Yerry Mina frá Barcelona.
Brands sagði í viðtali við Sky Sports að félagið hafi ekki hækkað verð sitt í Mina á lokadegi gluggans og hafi því tekið ákveðna áhættu.
„Það voru sögusagnir að mörg félög í úrvalsdeildinni vildu fá hann svo Barcelona beið aðeins," sagði Brands.
„Við breyttum ekki tilboðinu, svo það var áhætta, en það virkaði á endanum. Hann vildi spila fyrir Everton svo það hjálpaði til."
Brands kom til Everton í sumar og þetta var í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í gluggadeginum og tókst hann vel hjá Evreton.
Andre Gomes, Bernard og Yerry Mina komu allir á lokadeginum og voru stuðningsmenn Everton með fyrsta glugga Brands en síðustu gluggar hafa verið skrautlegir hjá þeim bláklæddu.
Brands segir að Everton hafi tekið áhættu með Mina
Anton Ingi Leifsson skrifar
