Betra hinsegin líf - vilji er allt sem þarf Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. ágúst 2018 08:00 40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
40 ára afmæli Samtakanna 78 er fagnað í ár. Samtökin - og allir þeir einstaklingar sem þar hafa lagt hönd á plóginn - hafa unnið þrotlausa vinnu í þágu hinsegin fólks, til betri lífsgæða til framtíðar. Umhverfið var Samtökunum 78 oft andstætt í því starfi, en þau héldu ótrauð áfram. Af virðingu við baráttufólkið, framvarðasveitina en ekki síður af virðingu við hugsjónina sjálfa þá er tækifæri núna til þess að styðja enn betur við hinsegin fólk og fleyta baráttunni gegn fordómum enn lengra fram á við. Þrátt fyrir víðtækan stuðning samfélagsins, sem lýsir sér m.a. í áunnum lagalegum réttindum, þátttöku í gleðigöngu Hinsegin daga og almennri viðurkenningu í garð hinsegin fólks, krefst það enn hugrekkis og kjarks fyrir hvern þann sem kýs að gera umheiminum grein fyrir hinseginleika sínum. Og það gera ekki allir, því miður.Styrkjum sjálfsmynd Við þekkjum mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar barna og ungmenna og vitum að allir sem koma að mótunarárum þeirra skipta lykilmáli. Því er eins farið með hinsegin fólk, sem þar að auki mótar oft sjálfsmynd sína að hluta upp á nýtt út frá skilgreiningunni sem það samþykkir fyrir sjálft sig og um leið velur að gera umhverfinu í kringum sig grein fyrir. Til þess þarf styrk og sterkan grunn. Sterk sjálfsmynd er mikilvægt veganesti út í lífið, hver sem við erum og hvernig sem við kjósum að skilgreina okkur, en við þurfum að hlúa sérstaklega að og styrkja sjálfsmynd hinsegin fólks á öllum aldri. Í allri mannréttindabaráttu skiptir fræðsla gríðarlega miklu máli fyrir öll framfaraskref. Skilningur og viðurkenning okkar á tilverurétti annarra er lykill að farsælu samfélagi allra. Leik- og grunnskólar eru lykillinn að upplýstri kynslóð og bættum lífsgæðum hinsegin fólks og aðstandanda þeirra, hvort heldur sem það eru börn hinsegin fólks, foreldrar eða aðrir aðstandendur. Þar eru sveitarfélögin í bestu aðstöðu til að láta gott af sér leiða í fræðslu og upplýstri umræðu.Vilji er einfaldlega allt sem þarf Fyrir hönd okkar í Garðabæjarlistanum legg ég fram tillögu þess efnis á bæjarstjórnarfundi Garðabæjar sem fram fer í dag. Tillögu sem felur það í sér að taka ábyrgð með því að gera þjónustusamning við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu sem nýtist sem flestu starfsfólki Garðabæjar og um leið börnum og ungmennum. Garðabæjarlistinn leggur áherslu á tvenns konar inntak samnings. Annars vegar markvissa hinsegin fræðslu til ungmenna á grunnskólastigi og hins vegar almenna fræðslu fyrir starfsfólk Garðabæjar þar sem starfsfólki leik- og grunnskóla er veitt sérstök fræðsla en einnig þar sem boðið verður upp á hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk. Ég hvet um leið sveitarstjórnir um allt land að taka málin í sínar hendur og taka þannig virkan þátt í að byggja upp samfélag fyrir alla. Líka fyrir hinsegin fólk. Uppræting fordóma er einmitt eina leiðin til þess að hinsegin fólk njóti öryggis í samfélaginu.Höfundur er Sara Dögg SvanhildardóttirOddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar