Erfitt geti reynst að koma með barnið til landsins Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 19:21 Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki sem hyggst bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun er ekki að fara í kringum íslensk lög á meðan eingöngu er boðið upp á starfsemina erlendis. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir foreldra geta lent í ákveðnum vandræðum við að koma með barnið hingað til lands. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz nordic hyggst bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi.Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.Skjáskot/Stöð 2En innan Íslands er hún ólögeg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við Íslenska löggjöf. Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild háskóla Íslands, segist í fljótu bragði ekki sjá neitt í íslenskum lögum sem banni þetta. „Íslensku lögin fjalla fyrst og fremst um tæknifrjóvgun sem framkvæmd er hér á landi. Það er bannað að framkvæma frjóvgunina hér í samhenginu staðgöngumæðrun, það er að segja tæknifrjóvgun á konu sem hyggst ganga með barn fyrir einhvern annan,” segir hún. Flækjustigin mismunandi Hún segir að fólk sem nýtir sér þjónustu staðgöngumæðra erlendis geti lent í erfiðleikum með að koma með barnið hingað til lands. Nokkur mál hafi komið upp með mismunandi flækjustigum og í kjölfarið hafi vaknað flóknar spurningar um réttarstöðu barnsins hér á landi. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” bendir hún á. Aðspurð hvort það vanti skýrari reglur um staðgöngumæðrun hér á landi segir hún að óhætt sé að segja það. „Það var hvati að samið var frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þar var lagt upp með aðleyfa ákveðna tegund staðgöngumæðrunar. Jafnvel þó að menn væru ekki á því þá tel ég að það væri kostur að setja okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki, og líka tækjum afstöðu til hvernig við ætluðum að framfylgja slíku banni,” segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37 Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Þrátt fyrir að staðgöngumæðrun sé ólögleg á Íslandi ætlar ísraelskt fyrirtæki að bjóða upp á milligöngu um hana hér á landi í haust. 11. ágúst 2018 10:37
Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. 31. mars 2017 08:41