Sjóböðin á Húsavíkurhöfða opnuð á föstudaginn Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 11:30 Framkvæmdin kostar um 500 til 600 milljónir króna. Gaukur Hjartarson Ráðgert er að opna sjóböðin á Húsavíkurhöfða á föstudaginn klukkan 10. Þar verður hægt að baða sig upp úr sjó sem er hitaður með jarðvarma upp úr borholum. Einnig verður hægt að fara í gufubað og snæða á glæsilegum veitingastað sem hannaður er af Basalt Arkitektum. Það mun kosta 4.300 krónur að baða sig í sjóböðunum en hægt verður að kaupa árskort á sanngjörnu verði að sögn framkvæmdastjórans. Sjóböðin hafa verið í undirbúningi frá árinu 2011 en árið 2014 sótti félagið Sjóböð ehf. Um lóð efst á Húsavíkurhöfða. Framkvæmdir hófust í október í fyrra en áætlað er að kostnaðurinn hljóði upp á 500 til 600 milljónir króna.Gaukur HjartarsonÞeir sem fara í sjóböðin munu hafa útsýni yfir Skjálfandaflóann og yfir Kinnarfjöll. Áætlað var að opna böðin í júní síðastliðnum en vegna tafa á framkvæmdinni var ákveðið að færa opnunina fram í lok ágúst.Gaukur HjartarsonÞeir sem lögðu fjármagn í verkið eru Norðursigling, framkvæmdasjóðurinn Tækifæri, Orkuveita Húsavíkur og Jarðböðin sjálf. Trésmiðjan Rein sér um framkvæmdina. Sigurjón Steinsson er framkvæmdastjóri Sjóbaðanna en hann segir allt að verða klárt innanhúss og í kringum böðin sjálf, en eitthvað eigi eftir að vinna í umhverfinu í kringum svæðið sjálft.Gaukur Hjartarson„Auk baðanna sjálfra erum við með gufubað en ekki með kaldan pott. Það er verið að skoða að koma köldum potti upp fyrir næsta sumar en við höfum heyrt mikið kallað eftir því,“ segir Sigurjón. Hann segir sjóböðin afar græðandi og heilandi og að það sé einstök upplifun að liggja í þeim upp á höfðunum og virða fyrir sér útsýnið. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ráðgert er að opna sjóböðin á Húsavíkurhöfða á föstudaginn klukkan 10. Þar verður hægt að baða sig upp úr sjó sem er hitaður með jarðvarma upp úr borholum. Einnig verður hægt að fara í gufubað og snæða á glæsilegum veitingastað sem hannaður er af Basalt Arkitektum. Það mun kosta 4.300 krónur að baða sig í sjóböðunum en hægt verður að kaupa árskort á sanngjörnu verði að sögn framkvæmdastjórans. Sjóböðin hafa verið í undirbúningi frá árinu 2011 en árið 2014 sótti félagið Sjóböð ehf. Um lóð efst á Húsavíkurhöfða. Framkvæmdir hófust í október í fyrra en áætlað er að kostnaðurinn hljóði upp á 500 til 600 milljónir króna.Gaukur HjartarsonÞeir sem fara í sjóböðin munu hafa útsýni yfir Skjálfandaflóann og yfir Kinnarfjöll. Áætlað var að opna böðin í júní síðastliðnum en vegna tafa á framkvæmdinni var ákveðið að færa opnunina fram í lok ágúst.Gaukur HjartarsonÞeir sem lögðu fjármagn í verkið eru Norðursigling, framkvæmdasjóðurinn Tækifæri, Orkuveita Húsavíkur og Jarðböðin sjálf. Trésmiðjan Rein sér um framkvæmdina. Sigurjón Steinsson er framkvæmdastjóri Sjóbaðanna en hann segir allt að verða klárt innanhúss og í kringum böðin sjálf, en eitthvað eigi eftir að vinna í umhverfinu í kringum svæðið sjálft.Gaukur Hjartarson„Auk baðanna sjálfra erum við með gufubað en ekki með kaldan pott. Það er verið að skoða að koma köldum potti upp fyrir næsta sumar en við höfum heyrt mikið kallað eftir því,“ segir Sigurjón. Hann segir sjóböðin afar græðandi og heilandi og að það sé einstök upplifun að liggja í þeim upp á höfðunum og virða fyrir sér útsýnið.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira