Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2018 16:03 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir peningaþvætti. Í ákærunni kemur fram að Júlíusi eigi að hafa á árunum 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum, hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum, og sterlingspundum. Í ákærunni er því haldið fram að þessir fjármunir hafi verið ávinningur refsiverðra brota, þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíusi hafði hlotnast nokkrum árum fyrr, en ekki talið fram til skatts, og því ekki greitt tekjuskatt og útsvar af í samræmi við ákvæði skattalaga, ásamt vöxtum af því fé. Á Júlíus að hafa ráðstafað umræddum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi hjá UBS banka inn á bankareikning hjá bankanum Bär í Sviss sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation, en réttahafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill, eiginkona hans og börn. Er fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, það er skattar sem Júlíus á að hafa komið sér undan við að greiða og vextir af því fé, áætluð á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Krefst embætti Héraðssaksóknara þess að Júlíus verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað og því ekki hægt að segja með fullkominni vissu hver ávinningurinn var þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars af tekjustofni var breytilegt á árunum fyrir 2006. Ávinningurinn sem er ákært fyrir þvætti á, á að hafa komið til vegna skattalagabrota Júlíusar á gjaldárinu 2006 eða fyrir þann tíma. Á Júlíus að hafa aflað þeirra tekna árið 2005 eða fyrr en ekki talið þær fram til skatts. Er hann því sagður hafa með því gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum þar sem hann kom sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af umræddum tekjum sínum, sem var samanlagt á árunum fyrir 2006 allt að 38 til 39 prósent af tekjuskattsstofni. Eru umrædd skattalagabrot sögð fyrnd en að það breyti ekki þeirri staðreynd að sá hluti fjármunanna sem greiða hefði átt í tekjuskatt og útsvar og sá ávinningur sem hann hefur haft af þeim síðar, svo sem vaxtatekjur og gengishagnaður, sé andlag peningaþvættisbrots Júlíusar, sem er ákært fyrir, þar sem umrætt fé sé ávinningur af skattalagabrotum Júlíusar sem voru refsiverð þegar þau voru framin.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Rannsókn á máli Júlíusar Vífils lokið Málið fer nú í ákærumeðferð þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega saksókn. 12. júní 2018 14:50