Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 15:15 Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. V'isir/Vilhelm Geðlæknir sem lagði mat á Val Lýðsson, sem er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns á Gýgjarhóli II, telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars. Hann er sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bendi til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Var hættur að drekka þar til kvöldið sem Ragnar dó Bræðurnir sátu við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Valur hefur borið því við að hann muni ekkert eftir að til átaka hafi komið á milli þeirra bræðra. Hann hefur þó hvorki geta gefið neinar aðrar skýringar á hvernig dauði Ragnars kom til né útilokað að hann hafi borið ábyrgð á honum. Nanna Briem, geðlæknir, vann geðmat á Vali og útilokaði hún að vitglöp eða andlegir kvillar gætu hafa valdið minnisleysi hans um atburði kvöldsins. Í viðtölum þeirra hafi aftur á móti komið fram áfengisvandi og saga um óminni sem tengdist drykkju. Tveir vinir Vals sem Nanna ræddi við hafi jafnframt kannast við að hann hafi getað orðið ofbeldisfullir undir áhrifum. Það hafi Valur sömuleiðis gert. Valur viðurkenndi það sjálfur fyrir dómi í morgun en sagði að í þeim tilfellum hefði „einhver pirringur“ yfirleitt verið orsökin. Kannaðist hann ekki við að hafa borið þungan hug til bróður síns. Fram kom að Valur hafi verið hættur að drekka frá áramótum. Það hafi verið hans eigin ákvörðun því honum hafi sjálfum þótt nóg komið. Hann hefði ekki drukkið áfengi þar til kvöldið sem bræður hans tveir sóttu hann heim að Gýgjarhóli umrætt kvöld. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera löngu hættur að drekka,“ sagði Valur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun.Sér eftir því sem gerðist Nanna sagði að Valur hefði ítrekað sagt sér að hann myndi aðeins eftir fyrri hluta kvöldsins. Hann kannaðist ekki við að hafa verið reiður bróður sínum á neinn hátt. Engu að síður sæi hann enga aðra skýringu á atburðum en að hann hefði orðið valdur að þeim. Skýrt hafi komið fram í viðtölum að Valur sæi eftir því sem hefði gerst en að hann hefði ekki getað gefið neina skýringu á því hvers vegna svo fór sem fór. Taldi Nanna að ölvunarástand Vals væri besta skýringin á ofbeldinu. Spurði Ólafur Björnsson, verjandi Vals, þá hvort að ölvunin hafi sem slík verið orsök atburðanna. „Hún er allavegana besta skýringin,“ sagði Nanna og vísaði til áhrifa áfengis á dómgreind, skynjun og tilfinningar fólks.Afburðagreind í málfari en með einhverfurófseinkenni Brynjar Emilsson, sem lagði sálfræðilegt mat á Val, lýsti honum með „mjög góða“ greind og „afburðagreind“ í málfari. Engin merki væru um geðræn veikindi eða persónuleikavanda hjá Vali. Hins vegar væri margt sem benti til einhverfurófseinkenna hjá honum. Minni Vals væri mjög gott og engin merki væru um vitglöp. Síðasta vitni dagsins var Gísli Sigurjón Jónsson, félagi Ragnars, sem ræddi við Ragnar í síma kvöldið sem hann lést. Bar Gísli að létt hefði verið yfir Ragnari sem hafi sagst vera á Gýgjarhóli með bræðrum sínum. Ragnar hafi sagt honum að hann væri undir áhrifum áfengis en Gísli sagðist ekki hafa heyrt það á honum sjálfur í símanum. Hann hafi orðið þess á áskynja að mjög vel færi á með þeim bræðrum. Hann hafi alltaf skynjað að samband þeirra bræðra hefði verið gott. Hlé var gert á aðalmeðferð málsins síðdegis en henni verður haldið áfram mánudaginn 3. september. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Geðlæknir sem lagði mat á Val Lýðsson, sem er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns á Gýgjarhóli II, telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Valur er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum 31. mars. Hann er sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bendi til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Var hættur að drekka þar til kvöldið sem Ragnar dó Bræðurnir sátu við drykkju að kvöldi föstudagsins langa. Valur hefur borið því við að hann muni ekkert eftir að til átaka hafi komið á milli þeirra bræðra. Hann hefur þó hvorki geta gefið neinar aðrar skýringar á hvernig dauði Ragnars kom til né útilokað að hann hafi borið ábyrgð á honum. Nanna Briem, geðlæknir, vann geðmat á Vali og útilokaði hún að vitglöp eða andlegir kvillar gætu hafa valdið minnisleysi hans um atburði kvöldsins. Í viðtölum þeirra hafi aftur á móti komið fram áfengisvandi og saga um óminni sem tengdist drykkju. Tveir vinir Vals sem Nanna ræddi við hafi jafnframt kannast við að hann hafi getað orðið ofbeldisfullir undir áhrifum. Það hafi Valur sömuleiðis gert. Valur viðurkenndi það sjálfur fyrir dómi í morgun en sagði að í þeim tilfellum hefði „einhver pirringur“ yfirleitt verið orsökin. Kannaðist hann ekki við að hafa borið þungan hug til bróður síns. Fram kom að Valur hafi verið hættur að drekka frá áramótum. Það hafi verið hans eigin ákvörðun því honum hafi sjálfum þótt nóg komið. Hann hefði ekki drukkið áfengi þar til kvöldið sem bræður hans tveir sóttu hann heim að Gýgjarhóli umrætt kvöld. „Eftir á að hyggja hefði maður átt að vera löngu hættur að drekka,“ sagði Valur þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun.Sér eftir því sem gerðist Nanna sagði að Valur hefði ítrekað sagt sér að hann myndi aðeins eftir fyrri hluta kvöldsins. Hann kannaðist ekki við að hafa verið reiður bróður sínum á neinn hátt. Engu að síður sæi hann enga aðra skýringu á atburðum en að hann hefði orðið valdur að þeim. Skýrt hafi komið fram í viðtölum að Valur sæi eftir því sem hefði gerst en að hann hefði ekki getað gefið neina skýringu á því hvers vegna svo fór sem fór. Taldi Nanna að ölvunarástand Vals væri besta skýringin á ofbeldinu. Spurði Ólafur Björnsson, verjandi Vals, þá hvort að ölvunin hafi sem slík verið orsök atburðanna. „Hún er allavegana besta skýringin,“ sagði Nanna og vísaði til áhrifa áfengis á dómgreind, skynjun og tilfinningar fólks.Afburðagreind í málfari en með einhverfurófseinkenni Brynjar Emilsson, sem lagði sálfræðilegt mat á Val, lýsti honum með „mjög góða“ greind og „afburðagreind“ í málfari. Engin merki væru um geðræn veikindi eða persónuleikavanda hjá Vali. Hins vegar væri margt sem benti til einhverfurófseinkenna hjá honum. Minni Vals væri mjög gott og engin merki væru um vitglöp. Síðasta vitni dagsins var Gísli Sigurjón Jónsson, félagi Ragnars, sem ræddi við Ragnar í síma kvöldið sem hann lést. Bar Gísli að létt hefði verið yfir Ragnari sem hafi sagst vera á Gýgjarhóli með bræðrum sínum. Ragnar hafi sagt honum að hann væri undir áhrifum áfengis en Gísli sagðist ekki hafa heyrt það á honum sjálfur í símanum. Hann hafi orðið þess á áskynja að mjög vel færi á með þeim bræðrum. Hann hafi alltaf skynjað að samband þeirra bræðra hefði verið gott. Hlé var gert á aðalmeðferð málsins síðdegis en henni verður haldið áfram mánudaginn 3. september.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15