Mun meiri hraði í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2018 07:30 Það tók Rúnar Alex Rúnarsson aðeins tvo leiki að halda hreinu í fyrsta sinn í Frakklandi, eitthvað sem tók liðið ellefu umferðir í fyrra. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, hefur byrjað vel í frönsku deildinni með Dijon eftir vistaskipti frá FC Nordsjælland í sumar. Var hann keyptur til félagsins meðan á HM stóð og greiddi franska félagið metupphæð fyrir íslenskan markvörð. Dijon byrjaði tímabilið á tveimur sigrum og er ásamt Reims, Nimes og stjörnum prýddu liði PSG á toppi deildarinnar. Tókst Rúnari Alex að halda hreinu í öðrum leiknum og var verðlaunaður með sæti í liði vikunnar í Frakklandi. Hann kveðst vera búinn að koma sér vel fyrir í Frakklandi og frönskukunnátta hans úr skólagöngunni hjálpi honum að koma sér fyrir. „Þetta hefur verið ansi gott hingað til. Við erum komin með allt sem við þurfum og fengum góða íbúð svo við erum búin að koma okkur vel fyrir. Ég lærði frönsku í grunn- og menntaskóla þannig að ég er með grunnkunnáttu í tungumálinu og skil margt sem er sagt við mig. Ég er ekki byrjaður í tímum en þá verður þetta fljótt að koma,“ segir Rúnar og að það hjálpi honum á æfingum. „Þetta hefur hjálpað mér þvílíkt, ég skil flest af því sem þjálfarinn segir strax. Ef það gengur ekki eru nokkrir í liðinu sem tala góða ensku og geta aðstoðað,“ segir Vesturbæingurinn. Frábært að halda strax hreinu Gengið var frá félagsskiptunum meðan á HM stóð og var Rúnar því afar spenntur að hefja æfingar á ný eftir sumarfríið. „Auðvitað var maður alltaf spenntur fyrir því að hefja nýtt ævintýri. Fyrst og fremst fann ég fyrir tilhlökkun yfir að koma og byrja að æfa með liðinu.“ Eins og búast mátti við eru meiri gæði og meiri hraði í franska boltanum en þeim danska. „Helsti munurinn á deildunum og á æfingunum er að hér er allt hraðara og leikmenn eru fjölhæfari. Í Danmörku eru leikmenn oft hraðir eða sterkir en ekki margir sem hafa báða eiginleikana. Það eru meiri gæði í leikjum og á æfingum, við það verð ég að stíga upp og bæta minn leik.“ Dijon, sem er aðeins tuttugu ára gamalt félag eftir sameiningu tveggja liða í borginni Dijon, var að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. Félagið náði besta árangri sínum í efstu deild í fyrra þegar það lenti í ellefta sæti og byrjar tímabilið af krafti í ár. „Þetta er góð byrjun, auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna alla leiki en það var kannski framar björtustu vonum að ná í sex stig. Við byrjuðum á erfiðum útivelli gegn Montpellier þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma sem gerði heilmikið fyrir liðið og sjálfstraustið. Svo var flott að ná að halda hreinu strax í annarri umferð, það tók ellefu umferðir í fyrra,“ segir Rúnar sem var valinn í lið umferðarinnar af L’Equipe eftir að hafa haldið hreinu gegn Nantes. „Það gerir heilmikið fyrir mig til að fá strax virðingu frá stuðningsmönnunum og andstæðingunum. Ég fékk strax traustið frá þjálfaranum og öllum í liðinu, það veitti manni sjálfstraust en það þýðir ekkert að verða saddur núna. Ég verð að æfa vel, bæta mig og standa undir traustinu.“ Spennandi verkefni fram undan Rúnar Alex var hluti af HM-hópnum hjá Heimi Hallgrímssyni og verður eflaust í fyrsta leikmannahópnum hjá Erik Hamrén í fyrsta leiknum undir stjórn þess sænska. „Heimir vann frábært starf með landsliðið og það var ótrúlega gaman að þetta endaði vel hjá honum með því að komast í lokakeppni HM. Góður endasprettur hans munu vonandi hjálpa Erik að taka við keflinu og vonandi getum við haldið áfram þessu góða gengi landsliðsins.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að mæta til æfinga og kynnast því að æfa undir stjórn Hamrén. „Ég myndi ekki halda að það verði stórtækar breytingar en það kemur í ljós í Sviss. Þetta verður áhugavert, það er alltaf gaman að prófa og kynnast einhverju nýju. Ég fékk ekki að vinna með Lars á sínum tíma þannig að það verður gaman að kynnast sænskum þjálfunaraðferðum og læra vonandi eitthvað nýtt.“ Hann horfði meðal annars til þess hvað félagsskiptin til Frakklands myndu þýða fyrir landsliðsferilinn. „Auðvitað spilaði það inn í ákvörðunina að fara í stærri deild til að auka möguleika mína á að spila fyrir landsliðið en það eru margir þættir sem hafa áhrif. Ég verð að standa mig með félagsliðinu mínu og þetta verður alltaf undir þjálfaranum komið. Auðvitað dreymir mann eins og alla um að spila reglulega fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en það verður að koma í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, hefur byrjað vel í frönsku deildinni með Dijon eftir vistaskipti frá FC Nordsjælland í sumar. Var hann keyptur til félagsins meðan á HM stóð og greiddi franska félagið metupphæð fyrir íslenskan markvörð. Dijon byrjaði tímabilið á tveimur sigrum og er ásamt Reims, Nimes og stjörnum prýddu liði PSG á toppi deildarinnar. Tókst Rúnari Alex að halda hreinu í öðrum leiknum og var verðlaunaður með sæti í liði vikunnar í Frakklandi. Hann kveðst vera búinn að koma sér vel fyrir í Frakklandi og frönskukunnátta hans úr skólagöngunni hjálpi honum að koma sér fyrir. „Þetta hefur verið ansi gott hingað til. Við erum komin með allt sem við þurfum og fengum góða íbúð svo við erum búin að koma okkur vel fyrir. Ég lærði frönsku í grunn- og menntaskóla þannig að ég er með grunnkunnáttu í tungumálinu og skil margt sem er sagt við mig. Ég er ekki byrjaður í tímum en þá verður þetta fljótt að koma,“ segir Rúnar og að það hjálpi honum á æfingum. „Þetta hefur hjálpað mér þvílíkt, ég skil flest af því sem þjálfarinn segir strax. Ef það gengur ekki eru nokkrir í liðinu sem tala góða ensku og geta aðstoðað,“ segir Vesturbæingurinn. Frábært að halda strax hreinu Gengið var frá félagsskiptunum meðan á HM stóð og var Rúnar því afar spenntur að hefja æfingar á ný eftir sumarfríið. „Auðvitað var maður alltaf spenntur fyrir því að hefja nýtt ævintýri. Fyrst og fremst fann ég fyrir tilhlökkun yfir að koma og byrja að æfa með liðinu.“ Eins og búast mátti við eru meiri gæði og meiri hraði í franska boltanum en þeim danska. „Helsti munurinn á deildunum og á æfingunum er að hér er allt hraðara og leikmenn eru fjölhæfari. Í Danmörku eru leikmenn oft hraðir eða sterkir en ekki margir sem hafa báða eiginleikana. Það eru meiri gæði í leikjum og á æfingum, við það verð ég að stíga upp og bæta minn leik.“ Dijon, sem er aðeins tuttugu ára gamalt félag eftir sameiningu tveggja liða í borginni Dijon, var að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. Félagið náði besta árangri sínum í efstu deild í fyrra þegar það lenti í ellefta sæti og byrjar tímabilið af krafti í ár. „Þetta er góð byrjun, auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna alla leiki en það var kannski framar björtustu vonum að ná í sex stig. Við byrjuðum á erfiðum útivelli gegn Montpellier þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma sem gerði heilmikið fyrir liðið og sjálfstraustið. Svo var flott að ná að halda hreinu strax í annarri umferð, það tók ellefu umferðir í fyrra,“ segir Rúnar sem var valinn í lið umferðarinnar af L’Equipe eftir að hafa haldið hreinu gegn Nantes. „Það gerir heilmikið fyrir mig til að fá strax virðingu frá stuðningsmönnunum og andstæðingunum. Ég fékk strax traustið frá þjálfaranum og öllum í liðinu, það veitti manni sjálfstraust en það þýðir ekkert að verða saddur núna. Ég verð að æfa vel, bæta mig og standa undir traustinu.“ Spennandi verkefni fram undan Rúnar Alex var hluti af HM-hópnum hjá Heimi Hallgrímssyni og verður eflaust í fyrsta leikmannahópnum hjá Erik Hamrén í fyrsta leiknum undir stjórn þess sænska. „Heimir vann frábært starf með landsliðið og það var ótrúlega gaman að þetta endaði vel hjá honum með því að komast í lokakeppni HM. Góður endasprettur hans munu vonandi hjálpa Erik að taka við keflinu og vonandi getum við haldið áfram þessu góða gengi landsliðsins.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að mæta til æfinga og kynnast því að æfa undir stjórn Hamrén. „Ég myndi ekki halda að það verði stórtækar breytingar en það kemur í ljós í Sviss. Þetta verður áhugavert, það er alltaf gaman að prófa og kynnast einhverju nýju. Ég fékk ekki að vinna með Lars á sínum tíma þannig að það verður gaman að kynnast sænskum þjálfunaraðferðum og læra vonandi eitthvað nýtt.“ Hann horfði meðal annars til þess hvað félagsskiptin til Frakklands myndu þýða fyrir landsliðsferilinn. „Auðvitað spilaði það inn í ákvörðunina að fara í stærri deild til að auka möguleika mína á að spila fyrir landsliðið en það eru margir þættir sem hafa áhrif. Ég verð að standa mig með félagsliðinu mínu og þetta verður alltaf undir þjálfaranum komið. Auðvitað dreymir mann eins og alla um að spila reglulega fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en það verður að koma í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira