Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2018 11:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta tekið yfir stjórn Rússarannsóknarinnar svokölluðu, sem meðal annars snýr að því að rannsaka forsetann sjálfan. Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. „Ég gæti farið þarna inn og gert hvað sem er. Ég gæti stýrt henni ef ég vildi það. Ég samt ákveðið að halda mig frá þessu,“ sagði Trump í viðtali við Reuters. „Mér er það algjörlega leyfilegt, ef ég vildi það. Enn sem komið er, hef ég ekki ákveðið að skipta mér af. Ég skipti mér ekki af.“Lögmenn Trump hafa áður haldið því fram að hann gæti rekið Mueller úr starfi og bundið enda á rannsóknina en það er ekki ljóst hvernig hann ætti að geta tekið yfir rannsóknina. Mueller var gert að rannsaka afskipti yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum, hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Politico segir sérfræðinga að mörgu leyti sammála um að Trump hafi í raun vald yfir rannsókninni og hann gæti komið Mueller frá. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar gefið í skyn að brottrekstur Mueller sé ekki á borðinu. þeir hafa hins vegar ekki viljað ganga svo langt að samþykkja lög sem tryggja Mueller í starfi sínu.Samkvæmt talningu Washington Post hefur Trump þó rekið eða hótað að reka fjölmarga sem komið hafa að rannsókninni. Í áðurnefndu viðtali kvartaði Trump yfir því að Rússarannsóknin hefði komið niður á tilraunum hans til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og hún hefði aukið deilur meðal almennings í Bandaríkjunum.Óttast „gildru“Trump ræddi einnig um mögulegt viðtal við rannsakendur Mueller og gaf hann í skyn að hann hefði áhyggjur af því að lögð yrði gildra fyrir hann. Forsetinn óttast að vitnisburður hans yrði ekki í samræmi við vitnisburði þeirra sem rannsakendur Mueller hafa þegar rætt við. Nefndi hann James Comey sérstaklega. „Ef ég segi eitthvað og hann segir eitthvað og það er mitt orð gegn hans, og hann er besti vinur Mueller, þannig að Mueller gæti sagt: „Jæja, ég trúi Comey“ og þá jafnvel þó ég sé að segja sannleikann gerir það mig að lygara. Það er ekki gott.“ Trump hefur áður ítrekað sagst vilja ræða við Mueller en lögmenn hans hafa komið í veg fyrir það. Fjölmiðlar ytra segja Trump vissan í sinni sök um að hann gæti sannfært Mueller um að engin brot hefðu átt sér stað og fengið hann til að láta af rannsókninni. Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. 21. ágúst 2018 08:12 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist geta tekið yfir stjórn Rússarannsóknarinnar svokölluðu, sem meðal annars snýr að því að rannsaka forsetann sjálfan. Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. „Ég gæti farið þarna inn og gert hvað sem er. Ég gæti stýrt henni ef ég vildi það. Ég samt ákveðið að halda mig frá þessu,“ sagði Trump í viðtali við Reuters. „Mér er það algjörlega leyfilegt, ef ég vildi það. Enn sem komið er, hef ég ekki ákveðið að skipta mér af. Ég skipti mér ekki af.“Lögmenn Trump hafa áður haldið því fram að hann gæti rekið Mueller úr starfi og bundið enda á rannsóknina en það er ekki ljóst hvernig hann ætti að geta tekið yfir rannsóknina. Mueller var gert að rannsaka afskipti yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum, hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar og aðra glæpi sem uppgötvast við rannsóknina. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Politico segir sérfræðinga að mörgu leyti sammála um að Trump hafi í raun vald yfir rannsókninni og hann gæti komið Mueller frá. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa hins vegar gefið í skyn að brottrekstur Mueller sé ekki á borðinu. þeir hafa hins vegar ekki viljað ganga svo langt að samþykkja lög sem tryggja Mueller í starfi sínu.Samkvæmt talningu Washington Post hefur Trump þó rekið eða hótað að reka fjölmarga sem komið hafa að rannsókninni. Í áðurnefndu viðtali kvartaði Trump yfir því að Rússarannsóknin hefði komið niður á tilraunum hans til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og hún hefði aukið deilur meðal almennings í Bandaríkjunum.Óttast „gildru“Trump ræddi einnig um mögulegt viðtal við rannsakendur Mueller og gaf hann í skyn að hann hefði áhyggjur af því að lögð yrði gildra fyrir hann. Forsetinn óttast að vitnisburður hans yrði ekki í samræmi við vitnisburði þeirra sem rannsakendur Mueller hafa þegar rætt við. Nefndi hann James Comey sérstaklega. „Ef ég segi eitthvað og hann segir eitthvað og það er mitt orð gegn hans, og hann er besti vinur Mueller, þannig að Mueller gæti sagt: „Jæja, ég trúi Comey“ og þá jafnvel þó ég sé að segja sannleikann gerir það mig að lygara. Það er ekki gott.“ Trump hefur áður ítrekað sagst vilja ræða við Mueller en lögmenn hans hafa komið í veg fyrir það. Fjölmiðlar ytra segja Trump vissan í sinni sök um að hann gæti sannfært Mueller um að engin brot hefðu átt sér stað og fengið hann til að láta af rannsókninni. Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. 21. ágúst 2018 08:12 Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48 Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36 „Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00 Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Melania varar við neteinelti á meðan eiginmaðurinn fer hamförum á Twitter Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, varaði við hættum samfélagsmiðla og neteineltis sama dag og eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, fór ófögrum orðum um fyrrverandi yfirmann CIA á Twitter. 21. ágúst 2018 08:12
Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Þeir eru sagðir hafa reynt að komast yfir notendaupplýsingar íhaldssamra samtaka og hugveitna í Bandaríkjunum. 21. ágúst 2018 10:48
Ætla að berjast gegn viðtali við Mueller Lögmannateymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætla sér að berjast af öllum krafti gegn því að Trump verði þvingaður til að ræða við rannsakendur Robert Mueller. Jafnvel þó málið þurfi að fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. ágúst 2018 08:36
„Bull“ að ekkert samráð hafi verið milli Trump og Rússa John Brennan, fyrrverandi forstjóri CIA, bregst við ákvörðun Trump Bandaríkjaforseta um að svipta hann öryggisheimild í grein í New York Times. 16. ágúst 2018 12:00
Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér fjölmörg tíst um fréttir af málinu og bæði staðfesti þær og kallaði falsfréttir í sama tísti. 20. ágúst 2018 05:00
Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent