Lögmaður í Hvíta húsinu veitir Mueller upplýsingar um samskiptin við Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Donald F. McGahn hefur verið í lögfræðingateymi forsetans í nokkur ár. Hér er hann á leið á fund í Trump Tower eftir kosningarnar 2016. Nordicphots/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að ráðast gegn bandarískum fjölmiðlum með ásökunum um falsfréttir. Forsetinn birti nokkur tíst á Twitter í gær um frétt The New York Times um samráð eins æðsta lögmanns Hvíta hússins við rannsóknarteymi Roberts Mueller, sérstaks saksóknara sem rannsakar meint Rússatengsl við kosningabaráttu Trumps og meint ólögmæt afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016. Kallaði forsetinn fréttina falsfrétt en staðfesti í sama tísti að samráð lögmannsins hefði verið í fullu samráði við sig. Í næsta tísti sagði forsetinn líf fjölmargra hafa verið eyðilögð vegna rannsóknar Muellers. Um McCarthyisma af verstu sort væri að ræða og fjölmiðlarnir væru verstir. Í næsta tísti kallaði hann meinta falsfréttamiðla óvini fólksins. Í frétt The New York Times, sem vakti þessi viðbrögð hjá forsetanum, segir frá því að Donald F. McGahn II, einn af æðstu lögmönnum Hvíta hússins, hafi veitt rannsóknarteymi Muellers sem rannsakar meðal annars meintar ólögmætar aðgerðir forsetans vegna rannsóknarinnar, ítarlegar upplýsingar um samskipti sín við forsetann á lykilstundum í málinu, meðal annars í tengslum við brottrekstur James B. Comey, fyrrverandi yfirmanns alríkislögreglunnar og tilraunir hans til að reka Mueller sjálfan úr starfi sérstaks saksóknara. Viðtöl lögmannsins við rannsakendur eru sögð hafa varað samtals í yfir 30 klukkustundir í nokkrum viðtölum á undanförnum níu mánuðum. Í upphafi leit lögmaðurinn svo á að hann væri að fara eftir þeirri línu sem lögfræðingateymi forsetans hafði lagt, það er að segja, að vinna með rannsakendum, enda hefðu þeir talið að forsetinn hefði ekkert að fela. Hins vegar berast misvísandi fregnir af því hversu sáttur forsetinn er við umfang samskipta lögmannsins við rannsóknarteymið. Í frétt The New York Times er forsetinn sagður hafa upphaflega trúað því að McGahn myndi eingöngu veita upplýsingar sem persónulegur lögmaður forsetans og því ekki gefa neinar upplýsingar sem skaðað gætu forsetann. Sjálfur hefur lögmaðurinn sagt að skyldur hans gagnvart forsetaembættinu sjálfu séu æðri en skyldur hans við sitjandi forseta. Frá því Mueller tók við rannsókninni í maí síðastliðnum hafa fjórir Bandaríkjamenn verið ákærðir, allir með einhver tengsl við kosningabaráttu Trumps eða stjórnsýslu hans í Hvíta húsinu; þrettán rússneskir borgarar, tólf rússneskir leyniþjónustumenn og fleiri. Niðurstöðu í fyrsta málinu er að vænta í dag í máli fyrrverandi kosningastjóra Trumps, Pauls Manafort, en beðið er niðurstöðu kviðdóms um sekt eða sakleysi Manaforts sem ákærður er fyrir fjársvik og fleiri brot. Einnig er von á niðurstöðu dómara um refsingu yfir George Papadopoulos sem játaði fyrstur samstarfsmanna forsetans að hafa átt ólögleg samskipti við Rússa í starfi sínu sem sérstakur ráðgjafi í kosningabaráttu Trumps. Robert Mueller fer fram á að hann verði dæmdur í allt að sex mánaða fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent