Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 13:45 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist viss um að fara með sigur í málinu. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, neitaði sök þegar mál Héraðssaksóknara gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tímasetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en verjandi Júlíusar Vífils, Hörður Felix Harðarson, óskaði eftir tveggja vikna fresti áður en aðalmeðferð verður ákveðin. Saksóknari hreyfði ekki mótmælum. Júlíus Vífill vildi ekki tjá sig um ákæruatriðin á þessu stigi málsins, eins og hann komst að orði við fjölmiðla eftir þingfestinguna. Hann myndi þó ræða við fjölmiðla eins lengi og þeir vildu að málinu loknu. Aðspurður sagðist hann viss um að fara með sigur í málinu. Ávinningur talinn af skattalagabrotum Embætti Héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug og eru sögð fyrnd. Í ákærunni kom fram að Júlíus eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað. Geta brotin sem er ákært fyrir varðað allt að sex ára fangelsisvist. Í síðasta mánuði tjáði Júlíus sig um ákæruna en hann sagðist telja að engar lagalegar forsendur væru fyrir ákærunni. Málið yrði útkljáð fyrir dómstólum. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Júlíus sagði að um lífeyrissjóð væri að ræða og tiltók hann ekki í hagsmunaskráningu borgarstjórnar þar sem ekki var tekið fram að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26 Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03
Óheimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sé heimilt að veita erlendu rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins. 17. mars 2017 15:26
Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og „óvænt“ forsetaframboð Það er ekki ofsögum sagt að Panamaskjölin hafi haft mikil áhrif á íslenskt samfélag á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því fyrstu fréttir sem unnar voru upp úr upplýsingum sem þar komu fram birtust. 24. maí 2016 09:00