Staðalímyndir, jafnrétti og launaþróun meðal lækna Reynir Arngrímsson skrifar 6. september 2018 07:00 Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Mikið hefur áunnist í jafnréttismálum læknastéttarinnar. Í dag eru 40% lækna konur og í útskriftarárgöngum lækna eru nú tveir af hverjum þremur kandídötum konur. Um 80% lækna í framhaldsnámi í heimilislækningum eru konur. Konur í læknastétt eru greinilega góðar fyrirmyndir ungra kvenna þegar kemur að vali á háskólanámi og starfsvettvangi. Þannig má segja að læknastéttin á Íslandi sé því í fararbroddi við að brjóta niður staðalímyndir og stuðla að jöfnum tækifærum karla og kvenna. Mættu aðrir taka það sér til fyrirmyndar, en talsvert ber enn á þeim ranghugmyndum að í læknastétt veljist eingöngu karlar. Að Læknafélagi Íslands eiga fjögur félög aðild. Félag sjúkrahúslækna sem stofnað var í upphafi þessa árs og í eru læknar sem vinna aðallega á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, Félag íslenskra heimilislækna sem í eru aðallega læknar sem starfa á heilsugæslustöðvum og við heimilislækningar, Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem í eru læknar sem starfa sjálfstætt að hluta til eða öllu leyti og Félag almennra lækna sem í eru 340 læknar sem fengið hafa lækningaleyfi. Þeir starfa sem almennir læknar í íslenska heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og heilsugæslunni. Þar eru konur meirihluti starfandi lækna.Þróun dagvinnulauna kandídata og almennra lækna hlutfallslega og í krónum borið saman við aðrar starfsstéttir hins opinbera frá 2007 til 2017.Hagstæðari gerðardómar Í skýrslu McKinsey og Co. um Landspítalann, sem unnin var fyrir heilbrigðisráðuneytið, er bent m.a. á að læknar séu hlutfallslega of fáir í starfsmannahópi Landspítalans. Höfundar töldu að brýnasta forgangsverkefni heilbrigðiskerfisins væri að fjölga læknum en með því yrði hægt að gera alla ákvarðanatöku markvissari og skjótari, stytta biðtíma eftir meðferð og fækka legudögum sjúklinga og þar með minnka álag á stoðþjónustu s.s. hjúkrun. Þar var einnig ábending um að almennir læknar standi of stutt við í starfi á Íslandi og fjölga þurfi framhaldsnámstækifærum. Ef horft er til launakjara almennra lækna og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í landinu þarf þetta ekki að koma á óvart. Nýlega birti fjármálaráðuneytið yfirlit yfir launaþróun ýmissa starfsstétta í opinberri þjónustu og þar með talið heilbrigðisstétta og háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins frá árinu 2007 til 2017. Þegar launakjör félagsmanna í Félagi almennra lækna eru skoðuð kemur í ljós að þeir hafa að mörgu leyti borið skarðan hlut frá borði þegar horft er til launaþróunar, hvort sem horft er til hlutfallslegrar hækkunar eða breytinga á meðaltals dagvinnulaunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kjarabaráttan 2014 hefur ekki skilað sama ávinningi fyrir almenna lækna og úrskurðir kjararáðs eða gerðardómar annarra heilbrigðis- og háskólamenntaðra stétta með sambærilega eða styttri námslengd að baki. Þó iðulega sé vísað til kjarabaráttu lækna og að þeir hafi verið undanfarar í baráttu fyrir endurnýjun kaupmáttar launa eftir hrunið 2008 er ljóst að þeir sem á eftir hafa komið hafa ótvírætt notið meiri samúðar við launasetningu af hálfu hins opinbera og stofnana á þess vegum.Menntun og framhaldsnám Færst hefur í vöxt að læknar útskrifist úr sínu sex ára grunnnámi frá erlendum háskólum. Þessir ungu læknar leita heim á ný og koma til starfa sem almennir læknar og gegna mikilvægu hlutverki í læknisþjónustunni og heilbrigðiskerfinu í heild. Námskostnaður þessa hóps er hár og skiptir miljónum króna í skólagjöld við hina erlendu háskóla á ári hverju. Ekki verður séð með góðu móti að núverandi launakjör og stutt starfsævi geti staðið undir slíkum námskostnaði, þegar enn er að lágmarki 5 ára framhaldsnámi ólokið auk kandídatsársins. En full menntun og þjálfun til sérfræðiviðurkenningar læknis tekur 12 til 14 ár frá stúdentsprófi. Á Íslandi er nú boðið upp á að ljúka framhaldsnámi í heimilislækningum og geðlækningum einum sérgreina læknisfræðinnar. Hlutanám í fleiri sérgreinum er í boði, en sá böggull fylgir skammrifi að Embætti landlæknis hefur fyrr á þessu ári tekið fyrir að læknar sem stunda meirihluta framhaldsnáms í sérgrein hérlendis og ljúka því við erlenda heilbrigðisstofnun geti sótt beint um sérfræðiviðurkenningu íslenskra heilbrigðisyfirvalda að afloknum tilskildum námstíma skv. reglugerð. Þessi ákvörðun ef fær að standa óhögguð mun lengja í flestum tilvikum þann tíma sem íslenska lækna tekur að fá full starfsréttindi í sérgrein, ef sú sérgreinanámsleið að starfa eftir kandídatsár á Íslandi er valin. Þannig er fjárhagslega hagstæðara og markvissara fyrir almenna lækna að halda strax utan til framhaldsnáms. Slíkt myndi skapa alvarlegri krísu innan kerfisins en við höfum kynnst til þessa. Að mörgu er að hyggja fyrir yfirvöld ef þessi staða á ekki að skaða þjónustu heilbrigðiskerfisins og bitna á sjúklingum. Núverandi launasetning og launaþróun almennra lækna og óviss staða sem upp er komin um réttindi til sérfræðiviðurkenningar svo og vanfjármögnun framhaldsnáms er áhyggjuefni sem krefst tafarlausra viðbragða og úrbóta heilbrigðisstofnana og heilbrigðisyfirvalda.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun