Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. október 2025 07:03 Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að lesa grein Andrésar Péturssonar, fyrrverandi formanns Evrópusamtakanna, á Vísi fyrir helgi þar sem hann kvartaði sáran yfir því að „erlendir aðilar“ fengju að „vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust“ og fara með staðlausa stafi eins og hann orðaði það. Tilefnið var heimsókn Daniels Hannan, sem situr í lávarðadeild brezka þingsins, til landsins. Þá ekki sízt í ljósi þess að Andrés hefur verið eindreginn talsmaður þess að erlendir aðilar gætu ekki aðeins komið til landsins og rætt við hérlenda fjölmiðla heldur yrði hreinlega falin stjórn íslenzkra mála með inngöngu í Evrópusambandið. Með öðrum orðum er ljóslega ekki sama hverjir erlendu aðilarnir eru. Mér vitanlega gerði Andrés enga athugasemd við það þegar Guy Verhofstadt, forseti European Movement International, heimsótti landið á dögunum sem heiðursgestur landsþings Viðreisnar sem Andrés hefur ekki ólíklega setið sem stjórnarmaður í Viðreisnarfélaginu í Kópavogi. Þar flutti Verhofstadt ræðu þar sem hann hvatti til inngöngu Íslands í Evrópusambandið sem aftur þyrfti að verða að heimsveldi en hann hefur lengi verið mikill talsmaður þess að til yrði evrópskt sambandsríki. Var ræðunni fagnað með standandi lófataki. Hvað European Movement International varðar hafa samtökin allt frá stofnun árið 1947 beitt sér fyrir því að til yrði evrópskt sambandsríki. Evrópuhreyfingin, sem heitir European Movement Iceland á ensku, eru aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum og það sama átti við um Evrópusamtökin þegar þau voru og hétu og Andrés fór fyrir þeim. Fyrir vikið verður vart dregin önnur ályktun af veru Evrópuhreyfingarinnar í European Movement International og boði Verhofstadts á landsþing Viðreisnar en að þessi helztu samtök hérlendra Evrópusambandssinna vilji sjá Ísland sem hluta evrópsks sambandsríkis. Varðandi gagnrýni Andrésar á þau orð Hannans að við Íslendingar værum ekki að fara að fá einhvern sérdíl sem öðrum stæði ekki til boða ef við gengjum í Evrópusambandið talaði Hannan þar fyrst og fremst um varanlegar undanþágur sem fela í sér að tiltekin mál séu undanþegin yfirstjórn sambandsins. Andrés tók hins vegar aðeins dæmi um svokallaðar sérlausnir sem breyta engu um það að yfirstjórnin er eftir sem áður í höndum þess. Eins og heimskautalandbúnað Finna og Svía, háfjallalandbúnað Austurríkismanna og smábátaútgerð Möltubúa. Endurgreiðslan til Breta var heldur ekki undanþága. Hvað sjávarútveginn varðar fullyrðir Andrés að við inngöngu í Evrópusambandið myndi svonefnd regla þess um hlutfallslega stöðugar veiðar tryggja rétt okkar Íslendinga til þess að stjórna veiðum við landið. Ekkert væri „fjarri sannleikanum“ að hans sögn en að sú stjórn færi til Brussel. Veruleikinn er hins vegar sá að fullt vald Evrópusambandsins yfir sjávarútvegsmálum er niður neglt í Lissabon-sáttmála sambandsins, grundvallarlöggjöf þess. Umrædd regla á sér enga stoð í sáttmálanum og er í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs Evrópusambandsins þegar kemur að úthlutun aflaheimilda til ríkja þess. Með öðrum orðum breytir reglan engu um það að yfirstjórn sjávarútvegsmála hér á landi yrði í höndum Evrópusambandsins ef til þess kæmi að Ísland færi þar inn. Hægt væri enn fremur að breyta eða afnema regluna í ráðherraráðinu án aðkomu Íslands þó við værum innan sambandsins. Til þess þyrfti ekki einróma samþykki heldur einungis aukinn meirihluta þar sem íbúafjöldi ríkja Evrópusambandsins ræður mestu um vægi þeirra. Vægi Íslands við þær aðstæður væri einungis um 0,08% eða aðeins á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Nákvæmlega engin trygging fyrir einu eða neinu felst þannig í reglunni. Hvað síðan varðar lokaorð Andrésar um að hefja þurfi viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að því hvort hægt sé að ná ásættanlegum samningi um inngöngu í sambandið hefur hver forystumaðurinn innan þess talað á hliðstæðum nótum og Hannan. Þar á meðal og ekki sízt fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs. Það sem samið yrði um yrði að rúmast innan sáttmála og regluverks sambandsins, varanlegar undanþágur væru ekki á boðstólum og að við vissum nákvæmlega hvað væri í boði af hálfu þess. Væntanlega allt lygi líka að mati Andrésar. Eru það meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar