Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 14:02 Einn mótmælenda í salnum í dag. Vísir/EPA Þingmenn Demókrataflokksins gagnrýndu formann dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Grassley, harðlega við upphaf nefndarfundar í dag. Þar voru þingmenn samankomnir til að spyrja Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gagnrýnin sneri að mestu að skjölum varðandi Kavanaugh sem ekki hafa borist til meðlima nefndarinnar og sökuðu þingmenn minnihlutans meirihlutann um að reyna að fela upplýsingar. Þingmennirnir kölluðu eftir því að fundinum yrði frestað. Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. Við byrjun umfjöllunarinnar var nokkrum mótmælendum gert að yfirgefa salinn vegna öskra. Þær voru klæddar í Frammíköllin hættu þó ekki við það. „Láttu henda henni út. Guð minn góður,“ sagði einn þingmaður Repúblikanaflokksins um konu sem kallaði ítrekað þegar formaður nefndarinnar var að tala. Í nýlegri könnun sem ABC News og Washington Post gerðu kom í ljós að einungis 38 prósent kjósenda styðji tilnefningu Kavanaugh. 39 prósent sögðu að hann ætti ekki að verða Hæstaréttardómari og 23 prósent sögðust óákveðin.Það er með lægri stuðningi við dómaraefni sem mæst hefur í áratugi. Áðurnefnd skjöl snúa að mestu að vinnu Kavanaugh fyrir George W. Bush. Ríkisstjórn Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, hefur komið í veg fyrir að rúmlega hundrað þúsund blaðsíður af skjölum varðandi störf Kavanaugh verði afhentar þingmönnum. Kavanaugh kom einnig að því að skrifa skýrslu um Bill Clinton þegar hann var forseti og hefur hann verið sakaður um að brjóta af sér í starfi.Fundurinn stendur enn yfir og hægt er að horfa á þetta æsispennandi sjónvarpsefni hér að neðan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 10. júlí 2018 05:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins gagnrýndu formann dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Grassley, harðlega við upphaf nefndarfundar í dag. Þar voru þingmenn samankomnir til að spyrja Brett Kavanaugh, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gagnrýnin sneri að mestu að skjölum varðandi Kavanaugh sem ekki hafa borist til meðlima nefndarinnar og sökuðu þingmenn minnihlutans meirihlutann um að reyna að fela upplýsingar. Þingmennirnir kölluðu eftir því að fundinum yrði frestað. Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. Við byrjun umfjöllunarinnar var nokkrum mótmælendum gert að yfirgefa salinn vegna öskra. Þær voru klæddar í Frammíköllin hættu þó ekki við það. „Láttu henda henni út. Guð minn góður,“ sagði einn þingmaður Repúblikanaflokksins um konu sem kallaði ítrekað þegar formaður nefndarinnar var að tala. Í nýlegri könnun sem ABC News og Washington Post gerðu kom í ljós að einungis 38 prósent kjósenda styðji tilnefningu Kavanaugh. 39 prósent sögðu að hann ætti ekki að verða Hæstaréttardómari og 23 prósent sögðust óákveðin.Það er með lægri stuðningi við dómaraefni sem mæst hefur í áratugi. Áðurnefnd skjöl snúa að mestu að vinnu Kavanaugh fyrir George W. Bush. Ríkisstjórn Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna, hefur komið í veg fyrir að rúmlega hundrað þúsund blaðsíður af skjölum varðandi störf Kavanaugh verði afhentar þingmönnum. Kavanaugh kom einnig að því að skrifa skýrslu um Bill Clinton þegar hann var forseti og hefur hann verið sakaður um að brjóta af sér í starfi.Fundurinn stendur enn yfir og hægt er að horfa á þetta æsispennandi sjónvarpsefni hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 10. júlí 2018 05:58 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 10. júlí 2018 05:58
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent