Kaepernick andlit nýrrar herferðar Nike Andri Eysteinsson skrifar 3. september 2018 22:56 Colin Kaepernick (nr.7) var einn af þeim fyrstu til að fara á hné sér þegar þjóðsöngurinn er spilaður. NFl deildin sektar nú lið ef leikmenn þess leika þetta eftir. Vísir/EPA NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20. Black Lives Matter NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
NFL leikstjórnandinn umdeildi Colin Kaepernick, sem ekki hefur verið samningsbundinn neinu NFL liði síðan árið 2016, er andlit nýrrar herferðar íþróttarisans Nike. Kaepernick sem var einn af fyrstu leikmönnunum til að fara á hnén á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum, hefur verið gagnrýndur af fjölmörgum og sakaður um vanvirðingu, á meðal gagnrýnenda hans er Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump.Segir Kaepernick einn áhrifamesta íþróttamann sinnar kynslóðar Ný herferð Nike fagnar 30 ára afmæli slagorðs fyrirtækisins , Just Do It. Kaepernick sem hefur verið undir samningi við Nike síðan árið 2011 hefur ekki birst í neinu kynningarefni fyrirtækisins síðan samningur hans við San Francisco 49ers rann út. Gino Fisanotti vara forseti Nike í Bandaríkjunum sagði í samtali við ESPN að Kaepernick væri einn áhrifamesti íþróttamaður hans kynslóðar sem hafi notað kraft íþróttanna til að ýta heiminum í rétta átt. Meðal annarra íþróttamanna sem koma fyrir í herferðinni eru NFL leikmennirnir Odell Beckham jr. og hinn einhenti Shaquem Griffin, körfuboltakóngurinn LeBron James, hjólabrettakonan Lacey Baker og einn besti tenniskappi allra tíma Serena Williams. Kaepernick birti fyrstu twitterfærsluna úr herferðinni í dag, svarthvít andlitsmynd af leikstjórnandanum með textanum: Trúðu á eitthvað, þó þú þurfir að fórna öllu (e. Believe in something. Even if it means sacrificing everything.)Believe in something, even if it means sacrificing everything. #JustDoItpic.twitter.com/SRWkMIDdaO — Colin Kaepernick (@Kaepernick7) September 3, 2018Illa liðinn af yfirmönnum í deildinni Eins og áður sagði hafa friðsamleg mótmæli Kaepernick vakið hörð viðbrögð meðal áhorfenda, eigenda og stjórnarmanna í NFL. Stjórnmálamenn og þáttastjórnendur ræða hann og ganga sumir svo langt að kalla hann svikara sem bera enga virðingu fyrir föðurlandi sínu. Þó eru fjölmargir sem styðja Kaepernick og baráttuna sem hann er í forsvari fyrir. Fjölmargir leikmenn deildarinnar sem og íþróttamenn úr öðrum deildum Bandaríkjanna hafa fylgt fordæmi hans.Stuðningur úr óvæntri átt Kaepernick fékk þó í dag stuðning úr heldur óvæntri átt en fyrrverandi forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, studdi við bakið á Kaepernick í færslu á Twitter síðu sinni. Forsetinn fyrrverandi sem margoft eldaði grátt silfur við bandaríkjastjórn kvað Kaepernick vera einn besta leikstjórnanda deildarinnar sem hefst í vikunni.The #NFL season will start this week, unfortunately once again @Kaepernick7 is not on a NFL roster. Even though he is one of the best Quarterbacks in the league.#ColinKaepernick#NFL — Mahmoud Ahmadinejad (@Ahmadinejad1956) September 3, 2018Heimavöllur NFL á Íslandi er Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki úr NFL deildinni sunnudaginn 9. September, viðureignir New England Patriots og Houston Texans klukkan 16:55 og leik Carolina Panthers og Dallas Cowboys klukkan 20:20.
Black Lives Matter NFL Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn