Ekkert til í því að lögreglan í Malmö hætti sér ekki inn á sum svæði Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2018 20:30 Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins. Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Lögreglumaður í Malmö í Svíþjóð segir að öll umræða um að til séu sérstaklega skilgreind svæði, þar sem innflytjendur séu í meirihluta og lögreglan hættir sér ekki inn, sé stórlega ýkt. Svíar ganga til kosninga á sunnudaginn og hafa innflytjendamál og löggæslumál verið áberandi í kosningabaráttunni. Hugmyndin um að til séu sérstök svæði sem sænska lögreglan hættir sér ekki inn í er rakin aftur til ársins 2014 þegar pistlahöfundur í bresku dagblaði notaði hugtakið „no-go zones“ um 55 svæði sem sænska lögreglan hafði í skýrslu lýst sem „sérstaklega viðkvæmum svæðum“. Hverfum þar sem glæpatíðni er há, hlutfall atvinnulausra og þeirra sem njóta félagslegs stuðnings er hátt og innflytjendur eru í meirihluta.Trump og Svíþjóð Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur til að mynda verið tíðrætt um Svíþjóð og á síðasta ári dró hann upp mynd af landi þar sem yfirvöld hafi misst öll tök vegna mikils straums innflytjenda til landsins. Í Malmö eru þrjú svæði skilgreind sem sérstaklega viðkvæm svæði – Herrgården í Rosengård, Lindängen og Seveds plan. Síðustu ár hafa reglulega borist fréttir af skotárásum í Malmö og það sem af er ári hafa tíu manns látið lífið og á annan tug særst í slíkum árásum. Í yfirgnæfandi hluta tilvika hafa árásirnar tengst átökum glæpahópa.Glæpum fækkar en morðum fjölgar Erik Åberg, aðstoðarstöðvarstjóri í suðurumdæmi lögreglunnar í Malmö, segir í samtali við fréttastofu að umræðan í fjölmiðlum hafi mikið snúið að hverfinu Rosengård, en að það sé upplifun lögreglunnar að glæpum þar hafi þar fækkað og að víða hafi ástandið lagast mikið á síðustu árum. „Við erum hins vegar ekki að draga úr því að ofbeldi sem leiðir til dauða, skotárásir í almannarými, þá hefur þróunin verið neikvæð,“ segir Åberg. Sér í lagi hafi ástandið verið slæmt í hverfinu Lindängen þar sem flestar árásirnar hafi átt sér stað. Åberg segir að harkan í átökum glæpahópa í borgarinnar sé mikil og að eðli skotárása hafi þannig breyst að þar sem áður var kannski skotið til að hræða, þá sé það nú oftar gert til að særa eða hreinlega drepa. Lögregla þekki yfirleitt vel til þeirra sem verða fyrir árásum og þeirra sem þeir telja að standi fyrir þeim. Þó vilji fórnarlömb oft ekki aðstoða lögreglu við lausn mála sem torveldi alla rannsókn mála.Við Stortorget í MalmöVísir/Egill AðalsteinssonÝkt mynd dregin upp í erlendum fjölmiðlum Åberg segir að allt tal í erlendum fjölmiðlum um no-go-svæði fyrir lögregluna í Malmö sé stórlega ýkt. „Ég myndi vilja taka fram að við erum ekki með nein no-go-svæði hér. Það eru til svæði þar sem maður fer í útkall of þarf að hugsa taktískt vegna þess að skemmdir gætu verið unnar á bílnum eða þá að það sé einhver sem vill trufla inngrip okkar og svo framvegis. En við sinnum þessu samt sem áður,“ segir Åberg og bendir á að málum sé háttað á flestum öðrum stöðum í álfunni. Hann segir að lögregla, borgaryfirvöld og stjórnvöld vinni saman að því að bregðast við þróuninni, meðal annars með lagasetningu, aukinni sýnilegri löggæslu og með því að eiga samtal við aðila á ýmsum stigum samfélagsins.
Donald Trump Norðurlönd Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41 Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Bandaríkjaforseti heldur áfram að ljúga um ímyndaða árás í Svíþjóð Trump segist hafa reynst hafa rétt fyrir sér um árás sem hann fullyrti að hefði átt sér stað í Svíþjóð í fyrra. Ekkert bendir til þess að svo sé. 7. mars 2018 09:41
Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Frambjóðandi Svíþjóðardemókrata segir innflytjendur ekki þurfa að óttast fylgisaukningu flokksins. Þó vilji flokkurinn vísa ólöglegum innflytjendum og þeim sem fremji gróf brot úr landi. 2. september 2018 20:00