Vill Val í 16 ára fangelsi og börnin 40 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. september 2018 16:23 Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og saksóknari í máli embættisins gegn Val Lýðssyni fyrir að bana bróður sínum Ragnari í mars síðastliðnum, krefst þess að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi Kolbrúnar í Héraðsdómi Suðurlands síðdegis í dag. Aðalmeðferð var framhaldið í dag en aðeins eitt vitni átti eftir að bera vitni. Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz sagði í troðfullum dómssal að þung högg á höfuð og síðu hefði orsakað dauða Ragnars. Kolbrún sagði í málflutningi sínum að Val, sem ber við minnisleysi sökum áfengisneyslu, hefði ekki getað dulist að árásin gæti leitt til dauða bróður síns. Fordæmi væru fyrir sextán ára fangelsi fyrir manndráp hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna barna Ragnars í málinu. Hann krafðist fjörutíu milljóna króna í bætur fyrir þeirra hönd. Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, fór fram á að hann yrði sýknaður um manndráp eða að hann verði beittur vægustu viðurlögum sem lög kunna að leyfa.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og saksóknari í máli embættisins gegn Val Lýðssyni fyrir að bana bróður sínum Ragnari í mars síðastliðnum, krefst þess að Valur verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir brot sitt. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi Kolbrúnar í Héraðsdómi Suðurlands síðdegis í dag. Aðalmeðferð var framhaldið í dag en aðeins eitt vitni átti eftir að bera vitni. Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz sagði í troðfullum dómssal að þung högg á höfuð og síðu hefði orsakað dauða Ragnars. Kolbrún sagði í málflutningi sínum að Val, sem ber við minnisleysi sökum áfengisneyslu, hefði ekki getað dulist að árásin gæti leitt til dauða bróður síns. Fordæmi væru fyrir sextán ára fangelsi fyrir manndráp hér á landi. Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna barna Ragnars í málinu. Hann krafðist fjörutíu milljóna króna í bætur fyrir þeirra hönd. Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, fór fram á að hann yrði sýknaður um manndráp eða að hann verði beittur vægustu viðurlögum sem lög kunna að leyfa.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00
Þung högg á höfuð og síðu banameinið Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. 3. september 2018 15:20