Óskaði eftir leyfi út október Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 16:30 Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér. Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér.
Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira