Segir Daniel Sturridge vera 50 milljóna punda framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:00 Daniel Sturridge fagnar marki sínu í gærkvöldi. Vísir/Getty Daniel Sturridge nýtti vel sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gærkvöldi með því að skora fyrsta mark liðsins í 3-2 sigri á Paris Saint-Germain. Sturridge kom inn í liðið fyrir Brasilíumanninn Roberto Firmino sem var að jafna sig eftir augnapot Jan um helgina. Firmino kom síðan inná fyrir Sturridge og skoraði sigurmark Liverpool í leiknum. Innkoma Daniel Sturridge í byrjunarliðið í gær er aftur á móti enn eitt dæmið um þá miklu breidd sem býr nú í Liverpool-liðinu. Stephen Warnock, nú knattspyrnuspekingur hjá BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool, ræddi leikmanninn Daniel Sturridge á BBC Radio 5 live. Warnock er á því að Daniel Sturridge verði að fá stórt hlutverk á tímabilinu ætli Liverpool að berjast um titla á mörgum vígstöðum. „Hann er kannski ekki eins vinnusamur án bolta og Roberto Firmino en hann kemur um leið með eitthvað annað inn í liðið. Þegar hann fær boltann þá geta hlutirnir gerst alveg eins og þegar Firmino fær hann,“ sagði Stephen Warnock.Is Daniel Sturridge a £50m player? Stephen Warnock thinks so. Read: https://t.co/hVGFAKVYk0pic.twitter.com/5aVFST8cwC — BBC Sport (@BBCSport) September 19, 2018Daniel Sturridge hefur misst mikið úr á síðustu tímabilum vegna meiðsla og margir voru búnir að afskrifa hann eða bjuggust við því að Jürgen Klopp myndi selja hann í sumar. Sturridge átti hins vegar frábært undirbúningstímabil og hefur nú stimplað sig inn á tímabilinu sjálfu. „Jürgen Klopp vildi sjá á undirbúningstímabilinu hvort Daniel væri heill og hungraður og hugarfar hans var hárrétt. Ég sá mikið af leikjunum á undirbúningstímabilinu og Daniel Sturridge spilaði mjög vel,“ sagði Warnock. „Það er þess vegna að Klopp gaf honum hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan í nóvember 2017. Þú lítur ekkert framhjá Daniel þegar hann er heill og klár í slaginn. Við erum að tala um 50 milljóna punda framherja því hann er mögulega heimsklassa framherji,“ sagði Warnock. Það má sjá markið hans á móti PSG í gær hér fyrir neðan.„Það er auðvitað líka mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt í liðinu því ef að þeir Sadio Mane, Firmino og Mohamed Salah eru allir klárir þá munu þeir spila flesta leikina. Allir leikmenn þurfa aftur á móti einhverja hvíld þegar liðið er á fullu í Evrópukeppninni líka og það koma leikir þar sem liðið þarf að treysta á Daniel Sturridge,“ sagði Warnock. „Salah sem dæmi lítur ekki út fyrir að vera 100 prósent núna. Hann virkaði þreyttur síðustu 20 til 25 mínúturnar á móti PSG. Þar var því tækifæri fyrir Xherdan Shaqiri að koma inn og sýna sig og sanna,“ sagði Warnock. „Leikmennirnir sem Liverpool fékk í sumar er stór hluti ástæðunnar að ég tel að liðið geti gert betur í Meistaradeildinni en í fyrra þegar þeir urðu í öðru sæti. Leikmennirnir sem voru í fyrra geta nú litið í kringum sig í klefanum og séð að liðið er með betri leikmenn en í fyrra,“ sagði Warnock. „Sturridge er auðvitað ekki nýr leikmaður en það er svo sjaldgæft að hann sé heill og í formi að það er alveg eins og hann sé nýr leikmaður. Klopp tók vel á móti honum með stóru faðmlagi á hliðarlínunni og hrósaði honum síðan mikið á blaðamannafundinum eftir leik. Allt þetta mun gefa Sturridge mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Warnock en það má lesa allan pistilinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Daniel Sturridge nýtti vel sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gærkvöldi með því að skora fyrsta mark liðsins í 3-2 sigri á Paris Saint-Germain. Sturridge kom inn í liðið fyrir Brasilíumanninn Roberto Firmino sem var að jafna sig eftir augnapot Jan um helgina. Firmino kom síðan inná fyrir Sturridge og skoraði sigurmark Liverpool í leiknum. Innkoma Daniel Sturridge í byrjunarliðið í gær er aftur á móti enn eitt dæmið um þá miklu breidd sem býr nú í Liverpool-liðinu. Stephen Warnock, nú knattspyrnuspekingur hjá BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool, ræddi leikmanninn Daniel Sturridge á BBC Radio 5 live. Warnock er á því að Daniel Sturridge verði að fá stórt hlutverk á tímabilinu ætli Liverpool að berjast um titla á mörgum vígstöðum. „Hann er kannski ekki eins vinnusamur án bolta og Roberto Firmino en hann kemur um leið með eitthvað annað inn í liðið. Þegar hann fær boltann þá geta hlutirnir gerst alveg eins og þegar Firmino fær hann,“ sagði Stephen Warnock.Is Daniel Sturridge a £50m player? Stephen Warnock thinks so. Read: https://t.co/hVGFAKVYk0pic.twitter.com/5aVFST8cwC — BBC Sport (@BBCSport) September 19, 2018Daniel Sturridge hefur misst mikið úr á síðustu tímabilum vegna meiðsla og margir voru búnir að afskrifa hann eða bjuggust við því að Jürgen Klopp myndi selja hann í sumar. Sturridge átti hins vegar frábært undirbúningstímabil og hefur nú stimplað sig inn á tímabilinu sjálfu. „Jürgen Klopp vildi sjá á undirbúningstímabilinu hvort Daniel væri heill og hungraður og hugarfar hans var hárrétt. Ég sá mikið af leikjunum á undirbúningstímabilinu og Daniel Sturridge spilaði mjög vel,“ sagði Warnock. „Það er þess vegna að Klopp gaf honum hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan í nóvember 2017. Þú lítur ekkert framhjá Daniel þegar hann er heill og klár í slaginn. Við erum að tala um 50 milljóna punda framherja því hann er mögulega heimsklassa framherji,“ sagði Warnock. Það má sjá markið hans á móti PSG í gær hér fyrir neðan.„Það er auðvitað líka mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt í liðinu því ef að þeir Sadio Mane, Firmino og Mohamed Salah eru allir klárir þá munu þeir spila flesta leikina. Allir leikmenn þurfa aftur á móti einhverja hvíld þegar liðið er á fullu í Evrópukeppninni líka og það koma leikir þar sem liðið þarf að treysta á Daniel Sturridge,“ sagði Warnock. „Salah sem dæmi lítur ekki út fyrir að vera 100 prósent núna. Hann virkaði þreyttur síðustu 20 til 25 mínúturnar á móti PSG. Þar var því tækifæri fyrir Xherdan Shaqiri að koma inn og sýna sig og sanna,“ sagði Warnock. „Leikmennirnir sem Liverpool fékk í sumar er stór hluti ástæðunnar að ég tel að liðið geti gert betur í Meistaradeildinni en í fyrra þegar þeir urðu í öðru sæti. Leikmennirnir sem voru í fyrra geta nú litið í kringum sig í klefanum og séð að liðið er með betri leikmenn en í fyrra,“ sagði Warnock. „Sturridge er auðvitað ekki nýr leikmaður en það er svo sjaldgæft að hann sé heill og í formi að það er alveg eins og hann sé nýr leikmaður. Klopp tók vel á móti honum með stóru faðmlagi á hliðarlínunni og hrósaði honum síðan mikið á blaðamannafundinum eftir leik. Allt þetta mun gefa Sturridge mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Warnock en það má lesa allan pistilinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira