Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 13:15 Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent