Ásakanir um tilraun dómaraefnis til nauðgunar teknar fyrir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 13:15 Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bæði Brett Kavanaugh og Christine Blasey Ford, sem hefur sakað hann um að hafa reynt að nauðga sér, munu fara fyrir þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings á mánudaginn. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, leggur allt kapp á að koma tilnefningu Kvanaugh sem Hæstaréttardómara í gegnum þingið en nokkrir þingmenn flokksins hafa dregið fæturna í kjölfar þess að ásakanirnar voru settar fram.Ford segir að þegar þau hafi verið í samkvæmi á unglingsaldri hafi Kavanaugh haldið henni niðri og haldið fyrir munn hennar, káfað á henni, reynt að rífa hana úr fötunum og reynt að nauðga henni á meðan vinur hans horfði á. Hún hafði sent trúnaðarbréf til þingmanna Demókrataflokksins fyrr í sumar en steig fram undir nafni á dögunum og sagði sögu sína. Hún er nú 51 árs gömul og starfar sem sálfræðiprófessor í KaliforníuSjá einnig: Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárásKavanaugh þvertekur fyrir að atvikið hafi átt sér stað. Hvíta húsið segir ekki koma til greina að draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sannfærður um að ásakanirnar séu runnar undan rifjum Demókrata. Skömmu eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós, birtu Repúblikanar opið bréf til stuðnings Kavanaugh sem 65 konur sem þekktu hann í menntaskóla höfðu skrifað undir. McConnell hélt langa fundi með sínum helstu samstarfs- og aðstoðarmönnum um hvernig hægt væri að miðla mála á milli verjenda Kavanaugh og þeirra þingmanna sem vilja grafast nánar fyrir um ásakanirnar. Samkvæmt heimildum Politico sagði McConnell að ekki kæmi til greina að draga tilnefninguna til baka, eins og Hvíta húsið hafði áður sagt.Repúblikanar óttast að ásakanirnar og ferlið í kringum tilnefningu Kavanaugh muni auka á vanda þeirra fyrir þingkosningarnar í nóvember. Konur hafa aldrei áður boðið sig fram sambærilegum fjölda og nú og þá sérstaklega innan Demókrataflokksins. Kannanir sýna sömuleiðis að konur eru mun líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn.Sjá einnig: Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningumRepúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Þar á meðal var eitt sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15 Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Krísufundir vegna Kavanaughs Ásakanir um kynferðisofbeldi gegn Brett Kavanaugh setja tilnefningu hans í hæstarétt í upplausn. Heldur fram sakleysi sínu en Repúblikani og Demókratar krefjast frestunar atkvæðagreiðslu. 18. september 2018 07:15
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47