Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 19:00 Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. Fréttablaðið Anton Brink Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum. Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Kostnaðurinn við lýsingu á hátíðarfundi Alþingis í sumar hefur vakið upp furðu hjá mörgum en aðstandendur fyrirtækisins Exton, sem sá um lýsinguna, segja hann eiga sér eðlilegar skýringar.Lýsingin kostaði 22 milljónir króna samkvæmt sundurliðun sem birt var á vef Alþingis um kostnað hátíðarþingfundarins sem var tæpar 87 milljónir króna og fór 40 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Rikharð Sigurðsson, framkvæmdastjóri Exton, segir í samtali við Vísi að fleiri tugir manna hafi unnið við uppsetningu ljósabúnaðarins á Þingvöllum í rúma viku. Ekki var um að ræða hefðbundna lýsingu, líkt og sést á tónleikum, heldur var þetta sjónvarpslýsing og þar að auki í dagsbirtu. Það þýddi að flytja þurfti afar öflugan og dýran ljósabúnað á Þingvelli sem var til þess fallinn að yfirgnæfa dagsbirtuna svo að lýsingin myndi sjást í sjónvarpsútsendingunni. Þá þurfti að kaupa mannskap til að forrita lýsinguna en Exton menn stóðu einnig frammi fyrir þeim vanda að ekki var hægt að flytja búnaðinn með bílum í Lögberg þar sem hátíðarþingfundurinn fór fram. Notast þurfti við sexhjól til að fara með stóran hluta búnaðarins inn á Þingvelli og var einnig notast við þyrlur til að selflytja búnaðinn yfir á. „Þetta er miklu umfangsmeiri lýsing en við tónleika. Þetta var í björtu og þá þarf lýsingin að vera mikil svo hún sjáist í sjónvarpi,“ segir Rikharð í samtali við Vísi. Exton hefur komið að Kristnihátíðinni og séð um ljós og hljóð á stórtónleikum Justin Bieber og Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi. Auðveldara er að lýsa slíka tónleika upp því lýsingin sést mun betur í rökkri. Á hátíðarþingfundurinn fór fram undir berum himni að sumri til og því þurfti mikla lýsingu til að yfirgnæfa dagsbirtuna. Stilla þurfti upp pöllum svo ljósin hefðu traustar undirstöður í móanum. Innifalið í þessum kostnaði var einnig uppsetning á þaki á sviðinu til að koma fyrir ljósum og voru kaplar upp á fleiri kílómetra lagðir við uppsetningu á þessum ljósum.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29