Innlent

Stálu sígarettum og gini úr fríhöfninni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Tveir voru nýverið staðnir að hnupli í fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Annar þeirra hafði stungið sígarettukartoni ofan í tösku sína og játaði hann að hafa ætlað að taka það án þess að greiða fyrir. Hinn var búinn að stinga ginflösku í ferðatösku sína þegar hann var stöðvaður og játaði einnig sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×