Fjötralaus Hazard sjóðheitur í framlínunni undir stjórn Sarri Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 07:15 Hazard og félagar, vinsælir alls staðar. Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00
Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00