Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 19:00 Hátt í tuttugu manns bjuggu á tjaldsvæðinu síðasta vetur. Ekki stendur til að bjóða upp á langtímaleigu þar í vetur. Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala. Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur og þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. Að sögn stjórnenda tjaldsvæðisins í Laugardal verður hámarksdvalartími í vetur ein vika og hvorki verður heimilt að vera með hjólhýsi né húsbíla á svæðinu. Þarna verður því einungis rekin skammtímaþjónusta fyrir ferðamenn. Þetta er eina heilsárstjaldsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og í fyrra bjuggu þar hátt í tuttugu heimilislausir einstaklingar yfir vetrartímann. Í minnisblaði sem stjórnandi tjaldsvæðisins sendi Reykjavíkurborg í byrjun ágúst sagðist hann opinn fyrir viðræðum um samstarf við borgina um leigu fyrir þá sem búsetuúrræði vantar fyrir. Borgin hefur ekki formlega leitað eftir samstarfi þrátt fyrir að einhverjar viðræður hafi átt sér stað. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, sem hefur dreift tjöldum til heimilislausra, telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni standi þeim ekkert tjaldsvæði opið. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar,Vísir/Ernir„Þá er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér Öskjuhlíðin og Elliðaárdalur. Eða bara svona nærliggjandi umhverfi borgarinnar. Sem er auðvitað ekki gott þar sem þar er ekki aðgengi að salerni og ekki aðgendi að hreinlætisaðstöðu," segir Svala Jóhannesdóttir. Þeim sem höfðust við á tjaldstæðinu í Laugardal í vetur var boðin aðstaða í Víðinesi en fáir þáðu boðið og þótti úrræðið ekki henta mörgum. Fólkið hefur verið á öðrum tjaldsvæðum í sumar og meðal annars á Víðistaðatúni í Hafnafirði. Því verður hins vegar lokað á morgun og þegar fréttastofa leit við í gær vissi fólk ekki hvert hægt yrði að leita eftir það. „Þetta mun verða mikil breyting fyrir það fólk sem hefur í rauninni engan annan kost en að nýta sér tjaldsvæðin," segir Svala.
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09 Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Vill flytja inn eistnesk timburhús til bjargar heimilislausum Kolbrún Baldursdóttir lagði þetta til fyrir hönd Flokks fólksins á fundi borgarráðs í gær. 20. júlí 2018 11:09
Verði að taka á vanda utangarðsfólks Minnihlutinn í borginni boðar neyðarfund hjá borgarráði vegna úrræðaleysis Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra. Formaður borgarráðs vill ganga í verkið og samþykkti að halda fundinn í næstu viku. 28. júlí 2018 07:15