Leiðin að EM hefst í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 10:00 Blaðamannafundur hjá körfuboltalandsliðinu. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum