Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00