Lifði af hryðjuverkin í Útey: „Lifðum af því hann var upptekinn að skjóta aðra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2018 13:30 Kamzy verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í Útey Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í Útey Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira