„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 19:30 Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.” Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.”
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14